Evran er Icesave Íra

Evrópuvaktin birti í íslenskri þýðingu leiðara New York Times í dag og segir m.a. þar

Vandi líðandi stundar hófst eftir að Írar tóku upp evruna árið 2002 og lágir vextir samhliða ákaflega losaralegum reglum um bankastarfsemi stuðluðu að fasteignabólu sem byggðist á spákaupmennsku. Þegar hún sprakk árið 2008 sýndu írsk stjórnvöld þann glannaskap að gangast í fulla ábyrgð fyrir sex stærstu banka landsins með skattfé almennings að bakhjarli.

Írar er á hnjánum á leið til Brussel að biðja um betri lánakjör vegna bankahrunsins. Á Íslandi er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. í þriðja sinn að reyna koma okkur í sömu stöðu og Írar eru í dag. Við eigum að ábyrgjast skuldir óreiðubankanna.

Áróður ríkisstjórnarinnar gengur út á það að ábyrgðin sé fjarska lítil og þrotabú Landsbankans muni standa undir greiðslunum til Breta og Hollendinga.

Gott og vel. Þá hlýtur að vera í góðu lagi að fella Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þegar búið er að greiða Bretum og Hollendingum úr þrotabúi Landsbankans getum við rætt við þá um smáaurana sem útaf standa.

Setjum öryggið á oddinn, segjum nei 9. apríl


mbl.is Endurheimtur batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiginlega merkilegt hvad yfirvøldin eru afjad i ad komast a hnen fyrir framan meistarana i Brussel.

Tad er nu ekki eins og Irar hafi ridid feitum hesti fra tessum fundum tar...

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 16:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að vitna í Evrópuvaktina um evrópumál er svipað og að vitna í AMX um stöðuna á ríkisstjórninni.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo erum við að ábyrgjast skuldir óreyðumanna á hverjum degi.... fóru ekki 300milljarðar í gjaldþrota Seðlabanka???

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2011 kl. 17:05

4 identicon

Ef við hefðum verið með Evru hér þá væri þessi Icesave skuld helmingi lægri.

Írar geta þakkað sínu sæla fyrir evruna, ef ekki væri vegna hennar væri kaupmátta rýrnunin þar álíka mikil og á íslandi. Vöruverð hefði tvöfaldast og lánin sem þeir þyrftu að taka væru helmingi hærri. 

Arnar (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 17:26

5 identicon

By pretending that we can afford the bailout, Ireland is now behaving like the poor guy at the bar, digging deep for the last few cents to keep up with a round system that he can’t afford. We know that we can’t afford the IMF/EU deal, even if the interest rates were half the 5.7pc, and the reason we can’t afford it is that we are the poorest country in Europe. Yes the poorest. You read right — poorer than Albania, poorer than Serbia, poorer than Bulgaria. http://www.davidmcwilliams.ie/2011/03/02/were-broke-but-still-buying-rounds-that-we-cant-afford

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 18:38

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað koma óvönduð útlán Írskra banka evrunni við? Og ef að þú ert að halda því fram að erfiðleikar þeirra séu ígildi Icesave fyrir okkur þá eru það skv. fréttum í dag um 30 milljarðar eða minna sem við þurfum borga. Ef að erfiðleikar þeirra eru ekki meiri þá eru þeir bara í góðum málum. En Írar fóru í að halda bönkum gangandi sem voru allt of stórir og lánað allt of gáleyislega.  Og þetta var bara of stór biti fyrir þá. Held að hörmungarnar hjá þeim hefðu orðið alveg hræðilegar af að þeir hefðu haft sjálfstæða mynt sem hefði væntanleg hrunið gjörsamlega með tilheyrandi hækkun á öllum lánum einstaklinga sem og hækkuðu vöruverði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2011 kl. 18:47

7 identicon

Þetta eru góðar fréttir frá skilanefndinni í dag.  Bretar og Hollendingar hljóta að vera í sjöunda himni eins og við hin sem ætlum ekki að borga þessa fáranlegu kröfu á hendur Íslenskum skattgreiðendum.

Nú er akkúrat engin ástæða fyrir að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.

Helga (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 19:55

8 identicon

Satt segirðu Helgi ...og eitt stórt NEI    !!       en hvernar heldurðu að bakreikingurinn komi svo ??     ....ekki amk .læt eg mig dreyma að þetta se stóri sannleikurinn   !   þess vegna ennfrekar NEI  til að fella Icesave þvi bakreikingurinn á ekki að birtast fyrir en eftir að hann verður samþykktur !!!

Ransý (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 20:54

9 identicon

Sammála Páli, ekki borga neitt annað en okkur ber, og Icesave er ekki skuld íslenzku þjóðarinnar.

En ég vara við að taka of mikið mark á skilanefnd Landsbankans. Hún leggur ekki fram neitt nema áætlanir og leyfir engum að kíkja á spilin hjá sér, hvort þau séu eins góð og sagt er.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband