Leiktjöld ASÍ og SA; baksviðs eru framin myrkraverk

Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru leiktjöld skrifstofufólks sem þarf að sýnast vera í vinnu. Engar kjarabætur sem neinu nemur eru í boði og langtímasamningur óhugsandi vegna þess kvika ástands sem er í efnahagskerfinu. Með 8,5 prósent atvinnuleysi er hvorki ástæða til fara afturábak né áfram í atvinnusköpun ríkissjóðs heldur láta kerfið hreinsa sig.

Baksviðs í atvinnulífinu eru hlutir að gerast. Þar eru milljarðaverðmæti að skipta um hendur, úr opinberri eða hálfopinberri í eigu, til manna með mishreinan skjöld.

Hvorki ríkisvaldið né aðilar vinnumarkaðarins eru með skoðun eða skilgreiningar á hvað sé við hæfi og hvað ekki. Samt sem áður eru peningar lífeyrissjóðanna notaðir til að hlaða undir vafagemsa frá tímum útrásar.

Strútfuglapólitíkin á eftir að hefna sín.

 


mbl.is Halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ærulausir!!!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2011 kl. 13:45

2 identicon

Hver er munurinn á leynilegum fundum í Öskjuhlíð og leynilegum fundum í Seðlabankanum?

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=%20272864&pageId=3933920&lang=is&q=Reiknistofa%20bankanna

Af hverju er Reiknistofa bankanna ekki til rannsóknar? (Seðlabanki, Landsbanki, Kaupþing, Glitnir, Samband íslenskra sparisjóða, Visa Ísland og Kreditkort). Helgi H. Steingrímsson neitaði að afhenda gögn. Bróðir hans Þorsteinn var leppur Björgólfs. Nú er Björgólfur sagður eignalaus. Er það svo? Af hverju alltaf þessi fókus á einstaka banka og einstaka menn? Unnu þeir ekki saman?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband