Unga fólkið hafnar ESB

Samkvæmt könnun sem Miðlun gerði fyrir Eyjuna telja aðeins 7,6% aðspurðra að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sé brýnt verkefni stjórnvalda. Um 45% nefndu atvinnumál sem brýnt verkefni og rúm 33% skuldavanda heimilanna. Minnstur stuðningur við aðildarumsóknina mældist hjá yngsta aldurshópnum, 18 - 34 ára, en aðeins 6,2 prósent aðspurðra í þeim aldursflokki telja umsóknina mikilvæga.

Landsbyggðin er jafnframt afgerandi á móti umsókninni og andstaðan er meiri hjá tekjulágum.

Spurning Miðlunar var eftirfarandi: Á næsta ári bíða stjórnvalda mörg áríðandi verkefni. Hvaða verkefni finnst þér mikilvægast að stjórnvöld beini kröftum sínum að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú lélegur útursnúningur.

Þó svo fólk telji umsóknina ekki brýnasta verkefnið þýðir það ekki að fólk hafni henni. Nema þú haldi því fram að ekki sé hægt að gera nema eitt í einu.

Svona málflutningur hæfir ekki blaðamanni.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þótt ég sé algerlega, já heitur andstæðingur inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þýðir það ekki að ég sé á móti löndunum sem í því eru.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 13:04

3 identicon

Annað hvort er Páll ekki læs eða hann er vitandi vits að reyna að blekkja. Spurningin hljóðaði svona: Á næsta ári bíða stjórnvalda mörg áríðandi

verkefni. Hvaða verkefni finnst þér mikilvægast að

stjórnvöld beini kröftum sínum að?

Sem sagt, hvað á að setja í 1. sæti. Eðlilega nefna lang flestir atvinnumálin og skuldavanda heimila. Evrópumálin setja 7.6% í 1. sæti og vikmörk eru tæp 2%, sem þýðir að það gætu verið rúmlega 9% sem setja Evrópumálin í 1. sæti. fróðlegt er að sjá þau atriði sem lenda neðar en Evrópumálin en það eru: skuldavandi fyrirtækja, aðhald í ríkisfjármálum, nýskipan bankamála.

Kannski þarf Páll að læra örlítið í málfræði. Lýsingarorð stigbeygjast. Stigin heita frumstig, miðstig og efstastig.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 13:38

4 identicon

Páll, það hljómar eins og þér þyki aðild að ESB vera afar mikilvæg og mikilvægari en önnur verkefni. Hefðir þú ekki bara sett það sjálfur í fyrsta sæti, þar sem þú ert svona mikið á móti ESB aðild.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 14:46

5 identicon

Þeir eru ótrúlegir hrokahundar og lúserar, ESB fíklarnir og spunatröll Samfylkingarinnar.  Það er greinilegt samhengi á milli takmarkaðrar greindar og þörfina að láta aðra sjá um og hugsa fyrir sig.  Og örugglega hefði komið fram sama bullið frá þeim ef að ESB inngangan hefði hafnað í efsta sæti í könnuninni. ...  (O:  -  Öll atvinnuvandamál áttu nánast að verða leyst og skuldastaða heimila og þjóðarbúsins átti að lækka um leið og umsóknarviðræðnabeiðnin var samþykkt að sögn Baugsfylkingarinnar og ESB fíklanna.

Málið snýst nákvæmlega um hvaða svör fengust við spurningum Miðlunar fyrir Eyjuna sem er orðin samofin Samfylkingunni í ESB áróðri, enda á raunverulegur eigandi að vera sá sami á báðum fyrirbærunum.  Merkilegt samt að þeir hafi ekki hent könnuninni eins og öllum hinum sem hafa verið gerðar af ESB samsærisöflunum að undanförnu.  Samfylkingin hefur verið með ESB sem algeran forgang í meintri uppbygginu og lausn á öllum vanda þjóðarinnar, og gott ef ekki hækka hitastig og fjölga sólarstundum og farfuglar myndu flykkjast til landsins í nóvember við að umsóknin væri send inn.

Eins og Páll skrifar réttilega og Samfylkingarlúserarnir á neyðarvaktinni reyna að snúa útúr með þekktum orðhengilshætti sturtuvarðarins og góðan skammt af lygum.:

Samkvæmt könnun sem Miðlun gerði fyrir Eyjuna telja aðeins 7,6% aðspurðra að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sé brýnt verkefni stjórnvalda. Um 45% nefndu atvinnumál sem brýnt verkefni og rúm 33% skuldavanda heimilanna. Minnstur stuðningur við aðildarumsóknina mældist hjá yngsta aldurshópnum, 18 - 34 ára, en aðeins 6,2 prósent aðspurðra í þeim aldursflokki telja umsóknina mikilvæga.

Landsbyggðin er jafnframt afgerandi á móti umsókninni og andstaðan er meiri hjá tekjulágum.

Ekki stendur steinn við steini lúseraútskýringanna þegar td. aldurskipting og búseta er skoðuð og ekki þarf magnaða hugsuði til að sjá í gegnum Baugsfylkingarbull varðhundanna og henda gaman að.  

Hreinræktaðir ESB fíklar hafa örugglega set inngönguna í fyrsta sæti í könnuninni.  Þeir hefðu aldrei farið að mjálma um einhver önnur atriði sem áttu hvort sem er að reddast strax.  Málið er að þjóðin er búin að sjá gegnum öll óheilindin og skólppólitíkina sem Samfylkingin hefur stundað í málinu og einstaka þörf að sannleikurinn er engin partur að umsóknarferlinu.  Eins og kemur glöggt fram því sem kom fram í máli Ásmundar Daða vegna fundar Vinstrigrænna í gærkvöldi, þar sem hann fullyrðir að fleiri og fleiri flokksmenn eru farnir að átta sig á gamanleikritinu sem er í gangi og milljarðar eru settir í og þá örugglega ekki gefið upp allur sá kostnaður sem hægt er að fela innan ráðuneytisins.

Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því sem Ásmundur Einar fullyrðir að er að gerast innan flokksins varðandi ESB umsóknina, og fer svona fyrir hjartað hjá ESB-fíklunum hjá vefnum Evrópusambandinu, sem skrifa með mikilli lítilsvirðingu um hann og hlýtur að virka sem hvatning til uppreisnar fyrir ESB andstæðinga innan Vinstrigrænna og langt út fyrir raðir þeirra.

Þessu drulla þeir yfir Ásmund Einar í kvöld.:

"Það var greinilegt á viðtali í Kastljósi nú í kvöld að foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason, hafði ekki náð sínu fram á fundi VG í dag. Hann ræddi mikið ESB-málið, enda tilneyddur, hann er jú foringi Nei-sinna þessa lands. En allt sem hann sagði var í véfréttastíl, hann sagði t.d. að "margir væri farnir að efast um málið" og þá er spurningin hverjir eru þessir "margir"? Það væri áhugavert að heyra það frá Ásmundi!

Hann talaði um "aukinn kostnað", en lagði ekki fram nein haldbær rök fyrir máli sínu og það er ekkert sem bendir til þess að kostnaður sé að aukast við málið. Og Ásmundur nefnir aldrei tölur þegar hann malar þetta, takið eftir því. Hann málaði það síðan upp sem neikvætt að breyta þyrfti íslenskri stjórnsýslu. En hægt er að spyrja Ásmund hvort hann hafi ekki lesið Rannsóknarskýrslu Alþingis um HRUNIÐ og síðan þingmannaskýrsluna, sem báðar fella mjög alvarlega dóma yfir íslenskri stjórnsýslu. Hún getur orðið miklu betri og hér er margt sem má bæta, en það virðist Ásmundur Einar EKKI vilja gera!

Ásmundur virtist nokkuð svekktur á skjánum og telur að þessi fundur sé ekki lokafundur eins og hann orðaði það heldur upphafsfundur. Það er fínt að ræða málin, en Ásmundur vill aðeins ræða ESB-málið á sínum forsendum og þær kveða á um að draga það til baka og taka þar með af þjóðinni þann kost að í; fyrsta lagi að kynna sér hvað ESB sé og í öðru lagi að taka LÝÐRÆÐISLEGA afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir.“


Það fór alveg framhjá mér að Evrópusambandið hafi verið fengið sértaklega til að "laga til" í stjórnsýslunni hjá okkur, og það passar engan vegin við yfirlýsingar um að einungis eru um umsóknarviðræður að ræða. Ef satt er, þá hlýtur að vera um grófa íhlutun í innanríkismál að ræða og afar alvarlega atlögu að lýðveldinu og sjálfstæði þjóðarinnar. Evrópusambandið og 90% þjóða þess eru það seinasta sem við ættum að leita til hvað varðar stjórnsýslunám, vegna þess að sambandið og þjóðirnar mælast með spilltustu þjóðum veraldar.

Nema að spillingin hérna þurfi að aukast verulega að mati Samfylkingarinnar og Evrópusamtakanna?

 En Hrafn.  Ef vikmörkin eru 2%, er þá ekki jafn líklegt að þeir sem setja Evrópusambandsumsóknina í 1. sæti eru um 6% í stað 7.6%...????  (O:



Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:42

6 identicon

Þetta er íslensk blaðamennska, grípandi titill en lélegt innihald.

Annars las ég líka að minna menntað fólk hafnar ESB. Fólk með háskólagráðu er líklegra til að vilja ESB.

Hérna er næsta fyrirsögn Páll. "Heimskt fólk hafnar ESB" Grípandi og misvísandi titill. Settu þetta í næsta bloggið þitt

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 16:51

7 identicon

Sæll Guðmundur,

það er hægt að fullyrða með 95% öryggi að fylgið sé á bilinu 6 til 9%. Ef gert er ráð fyrir meiri vissu, t.d. 99% öryggi yrði bilið stærra. Í skýrslunni er þetta ekki gefið en ágiskun er að þá mætti telja fylgið á bilinu 4% til 11%. Ég er reiðubúinn að útskýraa frekari atriði ef þú óskar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband