Dýrabær Samfylkingar

Jóhanna Sig. forsætisráðherra talaði um þingmenn Vinstri grænna sem ketti og Össur Skarphéðinsson kennir Lilju Mósesdóttur við hrossastóð og segir hana strokugjarna og hafa með sér folald. Myndlíkingar úr dýraríkinu eru jöfnum höndum notaðar til að lýsa andstyggð og fyrirlitningu annars vegar og hins vegar kunningjalegri vinsemd eða ástúð. Þegar vinir og kunningjar eiga í hlut leyfist orðfæri sem verður óviðeigandi þegar komið er út fyrir hópinn.

Harla ólíklegt er að þau Jóhanna og Össur séu í kunningjasambandi við þingmenn Vinstri grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis rífandi stemmari á stjórnarheimilinu, nú þegar nýtt ár er gengið í garð.

Baldur (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur er þá væntanlega félagi Napoleón.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Holdarfarið passar allavega

Halldór Jónsson, 3.1.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband