Boðið upp á ESB og Icesave-sátt

Eina leiðin til að koma í veg fyrir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samning ríkisstjórnarinnar er að víðtæk sátt skapist um samninginn. Eina leiðin til að skapa slíka sátt er að draga tilbaka umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Forsetinn bauð upp á slíka sátt í áramótaárvarpi sínu.

Lykilorðið í áramótaávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar er Arnarfjörður.


mbl.is „Tímabært að láta af illmælgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í nýársávarpi sínu ræddi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um fátækt Íslendinga og þann smánarblett sem biðraðir eftir mat eru í íslensku þjóðfélagi.

Forseti sagði að nú væri brýnt að grípa til aðgerða. „Samfélag sem kennir sig við norræna velferð getur ekki sætt sig við að hér standi þúsundir í viku hverri í biðröð eftir mat. Við skulum sameinast um að afnema þennan smánarblett á næstu mánuðum.“

Forseti ræddi einnig um stjórnarskrá og lýðræði og ítrekaði þjóðarviljann á örlagastundum. Hann minnti kjörna fulltrúa á hlutverk þeirra. „Þá er áríðandi að allir þeir sem kjörnir eru hafi jafnan í huga að þeir eru þjónar þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf sem fer með æðsta valdið. Stjórnarskrá er ekki bara safn reglna, lýsing á formi. Hún er fyrst og fremst sáttmáli þjóðar við sjálfa sig.“



Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 14:19

2 identicon

,,Með tilhlýðilegri virðingu: Hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir ættu að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið fyrirfram, né "ráðleggja" því eitthvað að ráði," segir Illugi Jökulsson, stjornlagaþingmaður og bloggari á Facebooksíðu sinni.
Orð Illuga er ekki hægt að skilja á annan veg en þann að hann sé að setja ofan í við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem í áramótaávarpi sínu lagði mikið upp úr þjóðarvilja og því hlutverki forsetans að koma honum fram.
Illugi ætlar augljóslega ekki að láta hagsmunaaðila hafa áhrif á störf yfirvofandi stjórnlagaþings sem meðal annars er ætlað að skilgreina starf forseta Íslands.
,,Stjórnmálamenn og forsetar hafa haft áratugi til að smíða nýja stjórnarskrá og ævinlega klúðrað því verkefni. Svo við stjórnlagaþingmenn og þjóðin sjálf skulum sjá um þetta óstudd, takk," segir Illugi á Facebook.



Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 14:22

3 identicon

"Á nýju ári munu hátíðarhöld í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá

fæðingu Jóns Sigurðssonar og 100 ár frá stofnun Háskóla Íslands veita

okkur fjölmörg tækifæri til að draga lærdóma af þessari vegferð, hvernig

fámennri þjóð fátækra bænda tókst með samstöðu að brjótast undan oki

erlends valds, öðlast sjálfstæði og fullan rétt í samfélagi þjóða heims,

verða þátttakandi í fjölmörgum samtökum ríkja og þróa hér þrátt fyrir

áföll og erfiðleika samfélag velferðar, mennta og heilbrigðis. Árangur sem

þrátt fyrir allt skipar okkur í fremstu röð.

Við hæfi er að heiðra á afmælisári í senn Háskóla Íslands og Jón

Sigurðsson því krafan um íslenskan háskóla var í áraraðir ríkur þáttur

sjálfstæðisbaráttunnar. Menntun, fræði og vísindi eru í reynd hornsteinar

þeirrar þjóðfélagsgerðar sem heimastjórn, fullveldi og lýðveldistími hafa

fært okkur Íslendingum."

Ræðu forsetans má nálgast á heimasíðu forsetaembættisins.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 14:30

4 identicon

" Hann spyr hvers vegna íslenska þjóðin geti ekki brugðist við hamförum í efnahagslífinu og í náttúruhamförum og sýnt sömu samstöðu og þá."

Svarið er einfalt.

VIÐ VORUM RÆND ! Og það með hjálp svokallaðra pólítíkusa !

Klárið það mál og þjóðin jafnar sig.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 15:10

5 identicon

Það er ljóst að hinn nafnausli þráhyggjusjúki "Hrafn Arnarson" stundar klippa/líma æfingar sínar líka í fríi frá starf sínu sem opinber sturtuvörður.  Held að öll opinber steypuböð eru lokuð á nýjársdag.  En tók hann tölvuna með sér heim úr vinnunni...????

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 15:35

6 identicon

Sturtuverðirnir í Birkenau fengu því miður ekki frí fyrr en þeir þurftu að taka til fótanna. Stundum gerist slíkt.

En í alvöru,  mig langar nú heldur að trúa á góða meiningu í ávarpi forsetans, - þ.e.a.s. að við sem þjóð getum fjandakornið tæklað 1 stk. bankahrun allt eins og alla þá landsins fornu fjanda sem á okkur hafa herjað um aldir, - náttúruharðindi af öllu tagi.

Ekki vitlaust, en grunnhyggið, - þar sem að "óvinurinn" í birtingamynd t.a.m. eldgoss, er miklu sýnilegri heldur en allur sá ormagarður sem vel er á veg kominn með að gegnumbora alla þjóðina.

Þessir fjandar sem komu skerinu á röndina eru jú út um allt, og þau orð að tími sé kominn til að slíðra vopnin má túlka sem það að leitin að réttlæti sé of dýr til að réttmæt sé.

Þetta er svolítið klaufalegt. Maður hefði frekar viljað sjá eitthvað meira krassandi frá Ólafi, þótt svo að meiningin hafi eflaust verið góð.

Blood, tears and toil....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 16:35

7 identicon

Norðan Arnarfjarðar er Hrafnseyri, kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Þar fæddist 17. júní 1811 Jón Sigurðsson, einn helsti leiðtogi í frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:34

8 identicon

Dýrafjörður er fjörður á Vestfjarðakjálkanum og er á milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar. Dýrafjörður er þrjátíu og tveggja kílómetra langur og um níu kílómetrar að breidd yst. Hann er nú hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:37

9 identicon

Mannvitsbrekkan Jóhanna fullyrti 17. júní að Jón Sigurðsson væri frá Borgarnesi í Dýrafirði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband