Steingrímur J. klýfur Vg

Vinstrihreyfingin grænt framboð stendur á tímamótum. Forysta flokksins sagði skilið við veigamesta stefnumið sitt, að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins, og um leið sagði forystan skilið við almenna félagsmen og kjósendur flokksins.

Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er fyrir flokknum.

Valið stendur á milli formennsku Steingríms J. og klofnings í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja, Ögmundur og Ásmundur gætu stofnað Vinstri flokk. Tekið nokkra með sér svo lengi sem Jón Bjarnason fari í Framsókn þar sem hann á heima ;)

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

"............ og um leið sagði forystan skilið við almenna félagsmenn og kjósendur flokksins."

Ekki hefur það komið fram með afgerandi hætti í skoðanakönnunum.

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Ég mundi gera hvað sem er fyrir frægðina, nema að koma nakinn fram" segir í þekktri þjóðvísu.

Ekki held ég að fjármálaráðherra mundi vilja koma fram á lillanum, en það er greinilega annað sem hann vill fórna fyrir frægðina

Flosi Kristjánsson, 16.12.2010 kl. 20:13

4 Smámynd: Elle_

Ég segi NEI við öllum sem sögðu JÁ við ICESAVE, Hannes, og Ásmundur var einn af þeim, Jón líka.  Fyrst verða þeir að draga ICESAVE JÁ-ið til baka.  Lilja Mósesd. og Ögmundur voru þau einu í stjórnarflokkunum sem sögðu NEI við ICESAVE-KÚGUNINNI.  Og Björn, það hefur sannarlega komið fram að almennir félagsmenn og kjósendur hafi sagt skilið við VG vegna svika.  Það hefur oft komið fram og beint frá mönnum.

Elle_, 17.12.2010 kl. 00:28

5 identicon

Þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þessir kálfar, enda aldrei nokkur vinstristjórn getað staðið undir sínu í ríkisstjórn. Aldrei nokkurntímann.

spritti (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 06:04

6 identicon

Jakobínar lögðu línuna sem Vinstrimenn hafa ávallt farið eftir: Sameinast um að hata hina og endað á að hata hvorir aðra samt er þetta best fólk upp til hópa en ættu kannski að horfa til annarra fyrirmynda og sameinast um betra vegarnesti.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 08:02

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er sammála þeirri greiningu Páls, að Steingrímur hafi með framferði sínu, eftir að hann gerðist ráðherra, klofið VG í herðar niður, og það svo rækilega að ekki verður aftur snúið.

Jóhannes Ragnarsson, 17.12.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband