Enginn Icesave-samningur án kosninga

Þjóðin hafnaði síðasta Icesave-samningi. Nýr samningur er sagður betri en getur ekki orðið að lögum fyrr en þjóðin hefur sagt álit sitt. Með því að forseti Íslands vísaði Icesave-samningi í þjóðaratkvæði er kominn á samningur milli þjóðar og ríkisvalds að Icesave-samningur verður ekki samþykktur án þjóðaratkvæðis.

Alþingi og ríkisstjórn eru aðeins milligöngumenn þjóðarvilja. Þegar komið er fordæmi fyrir því að setja tiltekið mál í þjóðaratkvæði er ekki hægt að keyra sama mál í nýrri útgáfu í gegnum alþingi án aðkomu þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin verður að kynna málið fyrir þjóðinni og útskýra hvers vegna hún ætti að samþykkja yfirtöku á skuldbindingum einkafyrirtækis. Þjóðin sker síðan úr um hvort málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar sé nægilega trúverðugur og rökin fyrir yfirtökunni nægilega sannfærandi til að játast undir skuldbindingarnar.

Ríkisstjórn með dómgreindina í lagi myndi að fyrra bragði hlutast til um að samningurinn við Hollendinga og Breta fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðrum kosti verður Ólafur Ragnar að taka aftur af skarið. Forsetinn veit hvað það þýðir að bregðast þjóð sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Ríkisstjórnin hefði átt að hætta öllum viðræðum við rukkarana fyrir löngu.  Við semjum ekki um ólöglega kúgun, það er ekki hægt og við megum það ekki.  Þessir rolulegu og undarlegu stjórnarflokkar hafa ekki leyfi og höfðu ekkert umboð fyrir að semja um fjárkúgun.  Við verðum ekki þrælar bara svo Jóhanna og Samfylkingin komist í Evrópusambandið og Steingrímur haldi völdum. 

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 10.12.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Elle_

Ofanvert átti að vera í mínu nafni, Páll.  Geturðu tekið það út?

Elle_, 10.12.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband