Norska leiðin útilokuð, aðeins aðlögun í boði

Skrifstofa stækkunarstjóra Evrópusambandsins útilokar að samningar um aðild Íslands verði gerðir á sama grundvelli og samið var við Norðmenn fyrir rúmum 15 árum. Evrópusambandið gerði engar kröfur til Norðmanna að þeir aðlöguðu lög og regluverk að Evrópusambandinu á með viðræður um aðild stóðu yfir. Ísland var sett í aðlögunarferli sem Evrópusambandið hannaði fyrir ríki Austur-Evrópu.

Í viðtali við EU-Observer segir talsmaður stækkunarskrifstofu ESB að aðeins ein leið sé inn í sambandið og Ísland fái ekki undanþágu frá þeirri leið.

It's basically a set of rules on how the negotiations are to be conducted, between the member states and the country concerned. And Iceland agreed to this framework. They can't go back on it now.

Umfjöllun EU-Observer er í tilefni af grein Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu sl. laugardag þar sem hann setti fram þá hugmynd að viðræður um aðild Íslands yrðu færðar út aðlögunarferlinu yfir í raunverulegar samningaviðræður þar sem tekist væri á um grundvallaratriðin. Ögmundur segir slíkar viðræður ekki taka lengri tíma en tvo mánuði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá er ekkert annaðeftir en að kippa sér út úr þessu strax í dag. Þetta er ekki það sem kynnt var fyrir þingi og reynt hefur verið að leyna þessu og þræt fyrir þetta og beita alskyns blekkingum.  Ég myndi líka segja að færa ætti aðstandendur út úr þinghúsinu í járnum. Núna.

Annars er að fara eins og maður spáði á Írlandi. Þetta er hrunið hjá þeim. Þeir stoppa þetta ekki. Írland er opinber eign AGS innan tíðar og svo fylgja hin ríkin eftir í halarófu. Sambandið getur ekki beilað þetta út. Babel er hruninn.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þessi toppi allt idíjótí evrutrúboðsins. Er þetta einhver hemja??

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 10:49

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, Jón Steinar, erfitt er að ímynda sér langsóttari vitleysu. Búðarlokuhugsunarhátturinn, að græða peninga á aðild, gerir hvorttveggja lítið úr Evrópusambandinu og fullveldi Íslands.

Páll Vilhjálmsson, 18.11.2010 kl. 10:54

4 identicon

Við eigum sjálfsagt eftir að kynnast því nánar að spunameistarar ESB kunna vel til verka.  Þeir hafa alla burði til þess og ekki skortir þá peningana! 

Að kýja íslendinga sem vildu "kíkja í pakkann" í "könnunarviðræðum" til þess að gjöra svo vel að taka upp reglur ESB núna , er ekkert annað en ósvífni við fullvalda þjóð og þeir sem að þessu standa af okkar hálfu  eru Quislingar og ekkert annað.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband