Linnir Landsbankinn hryðjuverkum?

Landsbankinn er ríkisbanki og ætlað að vera hornsteinn í endurreistu atvinnulífi. Fréttatilkynning um að bankinn hafi fylgt verklagsreglum í afskriftum skulda Nónu ehf. gefur til kynna að bankinn taki hlutverk sitt alvarlega. Landsbankinn endurskoðar væntanlega viðskipti sín við Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóra í samræmi við vilja til að þjóna almannahagsmunum en stunda ekki samfélagslegt hryðjuverk.

Landsbankinn veitti Jóni Ásgeiri heimild til að stjórna áfram fjölmiðlaveldinu sem kennt er við 365-miðla en það hefur hann miskunnarlaust notað til að fegra málstað auðmanna og hrunvalda og draga fjöður yfir óhæfuna sem viðgekkst á útrásarárum.

Samkvæmt skilgreiningu níðist Landsbankinn á almenningi á með bankinn leyfir að Jón Ásgeir og fjölskylda fari með yfirráðin yfir 365-miðlum.


mbl.is Telja bankann hafa farið að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikil skömm að þessu.

Þarna er einhvers staðar fólk sem hefur ekki sjálfsvirðingu.

Er það rétt að Þórólfur Matthíasson samfylkingarprófessor sé þarna einhvers staðar í felum að toga í spotta?

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Einu sinni var Landsbankinn banki allra landsmanna. Nú er hann banki LÍÚ og  (ex) auðmanna. Ég hélt að á Íslandi væri vinstri stjórn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.10.2010 kl. 23:52

3 identicon

Lítil dæmisaga, í anda Skinney Þinganessmálsinns.

Ef ég skulda Landsbankanum 20 Miljónir með veði í 2ja miljóna bílnum mínum en á skuldlaust einbýlishús.

Mundi Landsbankinn færa veðið á bílnum niður í 2 miljónir??  Nei hann mundi sækja það sem uppá vantaði með því að láta bjóða upp húsið mitt...

En það á ekki við útvalin fyrirtæki, hver vasi er sér bókhald, og fær niðurfellingu þó að fyrirtækið í heild geti alveg borgað skuldina.

gosinn (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband