Bestir í lýðskrumi

Jóni Gnarr og félögum hans í Besta flokknum vantar eitthvað annað efni en talandi hausa í heimildamyndina um borgarstjórnarbrandarann. Jón Gnarr mætti með andlitið í Sjónvarpsfréttir í gær og kvaðst boða til mótmælagöngu til stuðnings kúbverskum feðgum sem urðu fyrir kynþáttafordómum.

Framlengingin á pólitískum brandara Jóns og félaga fær æ sjúskaðra yfirbragð. Kynþáttafordómar eru alvarlegt viðfangsefni en strax í viðtalinu í gær stútaði borgarstjórinn málefninu með því að vísa í stefnuskrá Besta flokksins.

Í stefnuskrá framboðsins var loforð um að brjóta öll loforð, annað um gegnsæa spillingu og þriðja um ísbjörn í Húsdýragarðinn. Umræða um kynþáttafordóma á ekki að vera merkt fábjánahætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Umræða um kynþáttafordóma á ekki að vera merkt fábjánahætti.

Samt skrifar þú um hana???

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 07:41

2 identicon

Gaman að sjá að þú ert kominn framúr og farinn að sjá björtu hliðarnar á málunum. Góðan daginn ...

Sjón (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Kommentarinn

Sammála fyrsta ræðumanni!

Kommentarinn, 15.9.2010 kl. 11:04

4 Smámynd: Kommentarinn

Semssagt Svani ekki Páli :Þ

Kommentarinn, 15.9.2010 kl. 11:06

5 identicon

Svo innilega sammála þér Páll

blaðamaður (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband