Flokkspólitískt réttlæti

Samfylkingin er höfundurinn að síðari tíma flokkspólitísku réttlæti. Samfylkingin stjórnmálavæddi Baugsumræðuna með því að forysta flokksins tók undir langsóttar samsæriskenningar um að saksóknarar hlypu til þegar fyrirskipun um það kom úr stjórnarráðinu. Með forsöguna í huga eru allar líkur á að forysta Samfylkingar verið með kræklótta fingur í þingnefndinni sem vélar um ráðherraábyrgð.

Metnaður Samfylkingarinnar stendur til að lög og regla lýðveldisins lúti hugmyndalegu forræði flokksins. Gátt opnaðist í ormagryfjuna vegna þess að Össur og Jóhanna voru ekki sammála um hvort Ingibjörgu Sólrúnu ætti einni að fórna fyrir landsdóm eða hvort skjólstæðingur Össurar, Björgvin G. Sigurðsson, skyldi fljóta með.

Flokkspólitískt réttlæti elur af sér móðursýki og af henni munum við sjá nóg af á næstunni.


mbl.is Segist ekki hafa beitt þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband