ESB býður aðlögun, ekki viðræður

Evrópusambandið breytti reglum um inntöku nýrra ríkja í byrjun aldarinnar, áður en ríki Austur-Evrópu fengu inngöngu. Ferlið heitir accession process eða aðlögunarferli þar sem ríki í reynd eru jafnt og þétt tekin inn í sambandið á nokkurra ára tímabili. Aðlögunin felur í sér að umsóknarríki breyti stofnunum sínum, lögum og reglum til samræmis við kröfur Evrópusambandsins.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra viðurkennir óbeint að Ísland sé í aðlögunarferli þegar hann lýsir yfir að ferlið taki lengri tíma en áður var talið.

Þegar alþingi samþykkti að sækja um aðild, þann 16. júlí 2009, var það á þeim forsendum að fara ætti í viðræður, ekki aðlögun. Forsendubrestur hefur orðið á umsókninni og því ber að draga hana tilbaka.


mbl.is Kominn tími til að segja stopp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það virðist loks vera að renna upp ljós hjá fólki. Reyndar kom þetta í ljós strax eftir að umsóknin hafði verið lögð inn, þá töluðu forssvarsmenn ESB um aðlögunarferli og hafa alla tíð síðan haldið því fram.

ESB sinnar kjósa hinsvegar að trúa frekar Össur og Jóhönnu, en þau halda enn fram að um samningsferli sé að ræða.

Það er ekkert samningsferli í gangi, einungis aðlögun. Þegar við höfum aðlagað okkur að lögum og stefnu ESB að fullu verður einhver málamyndasaningur gerður og fáum við að kjósa um hann. Ég átta mig þó ekki á um hvað sá samningur ætti að vera, hugsanlega einhverjar frestanir í sambandi við sjávarútvegsstefnuna.

Landbúnaðarmálin verða væntanlega fljót afgeidd, við komum til með að fá svipaðann samning og Finnar, samning sem segir og gerir í rauninni ekki neitt til varnar landbúnaðnum!

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Það eru hreinlega engar forsendur fyrir þessari ESB umsókn og hafa aldrei verið. Umsóknin fór í gegnum alþingi vegna hrossakaupa VG og SF þar sem forusta VG sá valdastólana langþráðu í hillingum og að koma mætti á laggirnar fyrstu vinstristjórninni sem hafði hreinan meirihluta á alþingi, ef kalla má þessi ósköp vinstristjórn en mér finnst menn fara nokkuð frjálslega með það orð í návist þessarar ríkisstjórnar.

Rafn Gíslason, 24.8.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að ganga inn í ESB hrunaveldið það má aldrei verða stöndum vörð um lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 24.8.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband