Reykjanesbær er næsta Álftanes

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Þór Sigfússon, sér það helst sjálfum sér og bæjarsjóð til bjargar að selja orkufyrirtæki almennings til braskara. Fréttir helgarinnar hafa leitt í ljós að HS-Orka og HS-Veitur eru sama fyrirtækið og hvorttveggja átti að fara ofan í sænska skúffu sem heitir Magma.

Eyjan vekur athygli á því að Reykjanesbær stendur í stórum ábyrgðum vegna torkennilegs fjármálavafsturs HS-Orku.

Fjármálaruglið í Reykjanesbæ mun hægt en örugglega koma í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er sláandi fyrirsögnin og vekur margar spurningar. Það er ljóst að Árni bæjarstjóri hefur teflt djarft við að pressa á stjórnvöld.

Mér hefur aldrei hugnast það ráðslag að hefja fjárfrekar stórframkvæmdir án þess að búið sé að tryggja fjármögnun og að fyrir liggi undirritaðir samningar milli allra aðilja og stjórnvalda.

Það ætti að falla undir stjórnsýsluábyrgð að hefja fjárfrekar framkvæmdir með ábyrgð sveitarfélags og kalla svo stjórnvöld til og ásaka þau um að stefna framkvæmdum og samningum í voða.

Þessi aðferð var notuð af Landsvirkjun við byggingu Kárahnjúkastíflu ef ég man rétt.

Ekki höfðu öll framkvæmdaleyfi verið fullnustuð fyrr en langt var komið með að ljúka verkinu.

Nú skírskotar Árni Sigfússon til ábyrgðar stjórnvalda vegna gígantískrar skuldasöfnunar til framkvæmda sem hafnar voru áður en búið var að tryggja fjármagn, orku og framkvæmdaleyfi ásamt samningi um orkuverð.  

Árni Gunnarsson, 16.8.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband