Ungir bændur og samkeppnisyfirvöld

Samkeppniseftirlitið svaf þyrnirósarsvefni öll útrásarárin og lét gott heita að fákeppni grasseraði sem aldrei fyrr. Meðvirkni eftirlitsins með auðmönnum leyfði þeim að ræna og rupla almenning. Eftir hrun þykist eftirlitið ætla að hnykla vöðvana og sperrir sig gegn fjölskyldurekstri í landbúnaði.

Ungir bændur vekja athygli möguleikum sem opnast með breytingum á búvörulögum á heimavinnslu og er hlynnt frumvarpinu. Ungir bændur vit betur en kontóristar með útrásartimburmenn hvað landbúnaði er fyrir bestu.

Íslenskur landbúnaður er fjölskyldurekstur að stærstum hluta og verður vonandi áfram. Skipulag greinarinnar þarf að taka mið af heildarhagsmunum. Samkeppniseftirlitið ætti að finna sér annan vettvang til að láta til sín taka.


mbl.is Ungir bændur fagna frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Almenningur hlýtur að fagna gríðarlega aukinni samkeppni sem felst í frumvarpinu. Þessi hálfa kú sem bætist við í heimaframleiðslu utan kvóta hlýtur að stórauka samkeppni og bæta hag neytenda.

Sjá frétt hér: http://www.visir.is/undanthaga-jons-eykur-framleidslu-um-halfa-ku-utan-kvota/article/2010146898161

Spurningin er ekki um hvað ákveðnum rekstraraðilum sem núna stunda einokunarlandbúnað er fyrir bestu. Hagsmunir almennings liggja í fjölbreyttum og vel reknum landbúnaði þar sem samkeppni sker úr um hverjir sjá um að framleiða vöruna.

Lagasetning á að miðast við almannahagsmuni á hverjum tíma. Afstaða til lagasetningar sem byggist á hagsmunum einstakra rekstraraðila eða hver talar fyrir málinu er músarholusjónarmið. Við fengum nóg af slíku bulli í fjölmiðlafrumvarpinu þegar gott mál var stöðvað vegna sjúklegs haturs hluta þjóðarinnar á ákveðnum manni.

Rétt er að Samkeppniseftirlitið hefur skilað litlu. Þar með er ekki sagt að það hljóti að hafa rangt fyrir sér í öllu.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.8.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Alfreð K

Ég tek nú bara undir með báðum mönnum, Páli og Finni, hvernig sem það má nú vera. Veit eiginlega ekki hvor hefur á endanum rétt fyrir sér. :-\

Alfreð K, 12.8.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband