Útlendingur sér um Icesave, vinstristjórnin um ESB

Ráðherrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. eru lélegustu samningamenn sem Ísland hefur alið. Upphafstilboð þeirra til Breta og Hollendinga í Icesave-málin var svo fáránlega gott að viðsemjendur okkar stukku á það. Með herkjum tókst að vinda ofan af málinu og þurfti á endanum þjóðaratkvæðagreiðslu til að stöðva lélegustu milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið frá miðri 13. öld.

Útlendingur var fenginn til að taka við málinu fyrir okkar hönd enda ríkisstjórnin ráðþrota.

Illu heilli ætlar vinstristjórnin að halda til streitu umsókninni um aðild Íslands að Evrópusambandinu og semja við Brusselvaldið. Sporin hræða.


mbl.is Fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Síðan hvenær eru Geir Haarde, Dabbi Odds, Baldur Guðlaugs og Árni Matt í núv. stjórn.

Það er ekki furða þó þið sjallar hafið rústað landinu hérna því siðferðið er greinilega í núlli og allt sem frá ykkur kemur er lygaþvættingur og mun skömm ykkar sjalla uppi meðan land byggist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll.  Núverandi stjórnvöld sem komust að með klárum lygum Steingríms hins fláráða skulu ekki verða okkar banabiti.  Fyrr verður lagt til orrustu. 

Það sem er kallað viðræður og skoðun við ESB  er klárt fals sem allir sjá í gegnum nema aumingjar sem sjá í því vinnu sem engu skilar öðru en kaupinu þeirra.  En viðræður með Kvislingum er upphaf að innleiðingu.   

Á nákvæmlega sama hátt og amerískir rakspíra sölumen á  árum áður töldu mönnum trú um að þeirra rakspíri væri nóg til að falsa undir sig stúlku, þá er blaður ESB sinna af sama meiði. Við verðum vanfær án fyrirvinnu.

Ómar Bjarki þú mættir þér til heilla læra betur að tala við guðina, tld. Óðin en hann var vitur öfugt við þig.   Múhameð var kvensamur og átti því margar konur og gæti hann hugsanlega lappað uppá sálartetrið þitt. En svo var þarna einhver Jesú, en hann var ekki guð, heldur sonur einhvers guðs sem svo fór og skildi son sinn og móður hans eftir.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband