Samfylkingin er græðgisvædd

Samfylkingin er hlynnt Magma-fléttunni þar sem einkaaðilar sölsa undir sig orkuauðlindir. Samfylkingin reynir að keyra í gegnum alþingi frumvarp um gagnaver handa Björgólfi Thor, helsta hrunvaldinum. Samfylkingin heldur hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Baugsstjóra enda í bandalagi við hann öll útrásarárin.

Samfylkingin tók sér til fyrirmyndar verstu eiginleika Sjálfstæðisflokksins; þýlyndi gagnvart auðmönnum og einfeldningslega trú á að auður og völd jafngildi lögum og rétti.

Samfylkingin er flokkur hugsjónalausra valdatækna.


mbl.is Óttast ekki aðkomu einkaaðila að orkuframleiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur viðrað hugmyndir um að takmarka eignarhald einkaaðila að orkufyrirtækjum, án samráðs við iðnaðarráðherra og ríkisstjórn.

Katrín óttast að verði hugmyndir Svandísar að lagabreytingum að veruleika hindri það verkefnafjármögnun virkjana eins og rætt hafi verið um."

Þetta fyrir ofan er tekið beint út úr fréttinni. Auðvitað verður bakslag þegar einhverjum, sem er lofað endalausum fríðindum og gjafaverðum, lenda svo allt í einu í því að seljandinn hefur ekki lengur efni á að gefa auðlindina eða afurðina.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:25

2 identicon

Þetta er einn alsherjar sirkus þar sem jarðsambandslausir pólítíkusar gefa landsmönnum stöðugt fingurinn.  T.d. - ef til afsagnar kemur vegna mútuþægni - þá er það að sjálfsögðu bara gert vegna hagsmuna FLOKKSINS, eins og landsmenn fengu að heyra í fréttunum í gær.  Þetta er aumkunarverð framkoma.

Á sam-fylkingin ekki bara að leggja sig niður ? Þetta eru ekki fulltrúar almennings í landinu og þeir hafa akkúrat ekkert með það að gera að vera að presentera sig sem flokk "lýðræðis, kvenfrelsis, jafnréttis og samábyrgðar".

Samábyrgðin birtist í samábyrgð innan FLOKKSINS ekki samfélagsins.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband