ESB er sjúklingur heimshagkerfisins

Hrægammarnir sitja um Evrópusambandið. Ekki vegna andúðar á verkefninu um sameinaða álfu heldur af hinu að æ færri trúa að myntsamstarf ESB fái staðist og þegar það fellur er hægt að græða heila gommu.

Fjölmiðlar í álfunni hafa undanfarið sagt lesendum sínum að Evrópubúar hafi lifað um efni fram í nokkur ár. Leiðréttingin hafi komið vonum seinna sökum lágra vaxta á heimsvísu.

Leiðrétting á lífskjörum meðaljónsins verður ekki söm og jöfn yfir línuna. Suður-Evrópuþjóðir gengu hraðar um gleðinnar dyr en þjóðir í norðri.

Evrópusambandið slítur með þann vanda að Grikkjum finnst engin ástæða til að Þjóðverjar segi þeim að spara.

Brósi á Telegraphhittir naglann á höfuðið um leið og hann skensar Delores forseta framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á síðustu öld sem ber meginábyrgð á evrunni.

The North-South divide within EMU has been allowed to go so far that any solution must now be offensive to either side, and therefore will be resisted. The euro is becoming an engine of intra-European tribal hatred. Brilliant work, Monsieur Delors.


mbl.is Mikil lækkun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband