Magma-málið gæti fellt Steingrím J.

Almennir félagsmenn Vinstri grænna eru æfir yfir svikum forystunnar í Magma-málinu. Í þessu tilfelli er forystan Steingrímur J. Sigfússon formaður og fjármálaráðherra. Lilja Mósesdóttir leggur málið í heild sinni við dyr formannsins í frétt RÚV.

Hvort Steingrímur J. svaf á verðinum eða hann sé laumu-landssölumaður skiptir ekki máli úr því sem komið er. Formaðurinn er búinn að éta upp trúverðugleika sinn með tækifærismennsku og stórafslætti handa Samfylkingunni á prinsippmálum Vinstri grænna.

Enginn þarf að kvíða skorti á forystumönnum úr röðum þingliðs Vinstri grænna. Þar eru þau Ögmundur og Liljurnar báðar.

Hvaða sendiherrastaða er laus?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Almennir félagsmenn VG eiga eftir að éta þetta allt ofan í sig ( eru raunar búnir að því ). Hafa étið allt ofan í sig sem þessi fasistastjórn hefur verið að gera.

Einar Guðjónsson, 24.5.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það gengur fjöllunum hærra hér suðurfrá að skítalyktin af sölunni á HS orku leggi langar leiðir,menn séu bara ekki að "skoða þau atriði sem raunverulega hanga þarna á spýtunni", það sem mest er talað um er að SÖLULAUNIN vegna sölunnar séu alveg gríðarlega há og þar hafi háttsettir aðilar innan SjálfstæðisFLokksins í Reykjanesbæ (kúlulánamenn sem ennþá lifa og hrærast í 2007 umhverfinu), makað krókinn. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti en sjálfum finnst mér þessi samsæriskenning ekki vera svo fjarstæð............

Jóhann Elíasson, 24.5.2010 kl. 18:11

3 identicon

Þessu trúi ég vel, nafni.

Skítalyktin í kringum Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ er mikil - og hún er ekki nýtilkomin.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband