Þýskir að gefast upp á evru

Minnisblað frá Morgan Stanley segir að svo gæti farið að Þjóðverjar hætti myntsamstarfi við önnur 15 ESB ríki sökum þess hve veik efnahagsstýring er á evrusvæðinu. Þjóðverjar eiga hægara um vik að hætta í evrusamstarfi en þjóðir með veikt efnahagslegt orðspor eins og Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía.

Deilur eru í Þýskalandi um að hve miklu leyti þýska ríkiskassanum sé heimilt að koma óráðssíuríkum eins og Grikklandi til hjálpar. Nokkrir þýskir prófessorar hóta að kæra til stjórnlagadómstóls fyrirhugaðar björgunaraðgerðir.

Hér er umfjöllun í Telegraph um möguleikann á því að Þjóðverjar segi sig frá evrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin alvöru umræða um það í Þýskalandi að hætta evrusamstarfinu.

Þjóðir ESB hafa ætíð reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem mun sameina ríki ESB enn frekar.  Þar hafa þjóðarhagsmunir minna að segja en hagsmunir ESB.  

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunum í Þýskalandi og á Íslandi um málefni ESB.  Það er eins og svart og hvítt.

Umræðan um að hætta evrusamstarfi er jafn skemmtileg og þegar Vestfirðingar hóta sjálfstæði. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 13:07

2 identicon

Ég yrði ekki hissa á því að þjóðverjar myndu frekar bakka út úr evrusamstarfinu en að halda uppi óreiðuríkjunum með fjárframlögum. Það eru engar smáupphæðir sem um er að ræða og almenningur í Þýskalandi er ekki hrifinn. Satt best að segja fannst mér ekki nógu vel staðið að málum þegar evran var tekin upp. Það er mjög verðbólguhvetjandi að taka upp gjaldmiðil sem er margfaldur að verðgildi við þann sem er fyrir. Það þekkjum við frá því þegar tvö núll voru klippt aftan af krónunni. Viðbrögðin voru að allt hækkaði og óðaverðbólga fylgdi í kjölfarið.

HF (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:06

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán, hver var að tala um einhverja umræðu? Það er verið að ræða um ákveðna keðjuverkun sem gæti hæglega leitt til þess að Þjóðverjar segji skilið við evruna. Lestu fréttina.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.4.2010 kl. 22:48

4 identicon

Hjörtur, skemmtilegur útúrsnúningur hjá þér. 

Hver er munurunn á umræðu og þegar verið er að ræða um eitthvað?  ;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband