Baugslygi, ríkisbankar og nýspillingin

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir eiginkonu Jóns Ásgeirs Baugsstjóra að hlutafé upp á einn milljarð króna sé komið í 365 miðla. Eiginkonan, sem varð að taka að sér að vera andlit 365 sökum þess að Jón Ásgeir er dæmdur maður, neitar að gefa upp hverjir séu hinir nýju hluthafar.

Út á þessa lygi eiginkonunnar ætlar Jón Ásgeir að fá fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum, sem er ríkisbanki. Á hinum enda nýspillingarinnar er Arion banki að moka fé og fyrirgreiðslu til Haga, sem er gamla verslunarveldi Jóns Ásgeirs. Leppur Jóns Ásgeirs í Högum er Jóhannes faðir hans.

Rekstrarfé sem Baugsfamilían fær frá Arion til Haga er notað til að kaupa auglýsingar hjá 365-miðlum. Það er auglýsingafé sem myndar fjármuni sem eiginkonan kallar hlutafé og sýnir spillingarvinveittum Landsbankamönnum.

Svínarí Baugsliðsins er landsþekkt og komið í sögubækur hrunsins. Nýspilling bankamannanna er að skríða úr holræsinu. 


mbl.is Frestur 365 hjá NBI rennur út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf að framlengja störf Rannsóknarnefndar Alþigis og láta hana fara ofan í kjölinn á starfsemi nýju bankanna eftir stofnun þeirra og ekki síður störf skilanefnda gömlu bankanna.

Spillingin gufaði ekki upp við bankahrunið.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sammála Axel, sérstaklega meðan bankarnir voru allir í eigu ríkisins.

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2010 kl. 10:56

3 identicon

Mig grunar að Axel Jóhann Axelsson hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að "Spillingin gufaði ekki upp við bankahrunið" en hvað veit ég.

Ég er sorglega illa að mér á þessu sviði en mér skilst að:

Arion bankinn hafi "auðveldað" Högum kaup á auglýsingum hjá 365 miðlum og að "auglýsingakostnaðurinn" hafi myndað "hlutafjársaukningu" sem gæti greitt fyrir fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum á þjónustubeiðnum 365 miðla.

Er þetta rétt skilið?

Agla (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband