Byr fari sömu leið og VBS

Byr er græðgissparisjóður útrásarauðmanna og ekki í neinum tengslum við samfélagið. Það þjónar engum tilgangi að halda uppi fjármálaþjónustu sem hvorttveggja í senn er óþörf og skemmir fyrir nývæðingu fjármálalífsins.

Steingrímur J. fleygði 25 milljörðum króna í ónýtt VBS og svipað bull norðan heiða. Það er skammarleg meðferð á almannafé.

Byr á ekki að fá krónu úr sjóðum almennings. Nýsamþykktar reglur fjármálafyrirtækja beinlínis mæla fyrir um að litið skuli til forsögu félaga þegar metið er hvort skuli endurreisa þau. Það væri svartur brandari ef ríkið sýndi fordæmi með því að endurreisa græðgissjóðinn Byr.


mbl.is Lausafjárskortur ýtti VBS í fang FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi ekki öðru en DV rannsaki aðkomu SteinFREÐS (frosinn heili) tengt FÁBJÁNA láni til VBS - glæpsamlegur gjörningur sem kallar á rannsókn & svo AFSÖGN Steingríms sem fjármálaráðherra - maðurinn er stórhættulegur "land & þjóð" - heimska hans á sér enginn takmörk.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:05

2 identicon

Hvað var sett mikið af almannafé í capitalið fyrir norðan?!

Er ekki kimið nóg af þessu rugli. Hvenær losnum við undan þessu rugli í jarðfræðingnum og flugfreyjunni.

hey (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:41

3 identicon

Þú hefur eitthvað misskilið þetta með 25 milljarða lánið. Þetta er endurfjármögnun á láni sem VBS fékk frá seðlabanka Íslands vegna endurhverfa viðskipta fyrir hrun viðskiptabankanna. Þetta er í rauninni hluti af gjaldþroti seðlabankans.

Jón (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband