Spunafundir Samfylkingar

Samfylkingin ætlar að stela þjóðfundarhugmyndinni og nógu skilningssljó að halda að þýfið skemmist ekki þegar það fer úr höndum áhugamanna til spunakalla. Þjóðin þarf á samtali að halda en ekki undir formerkjum Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur sýnt sig handónýta til að vera vettvangur umræðu. Flokkurinn er valdatæknisinnaður og gerir engan mun á umræðu og auglýsingaherferð.

Ferli ESB-málsins innan flokksins er dæmigert fyrir vinnubrögðin. Samfylkingin tók hugmyndina í arf frá Alþýðuflokki Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fleytti henni úr þröngri stöðu við kosningarnar 1995 þegar Jóhanna Sig. var nýgengin úr flokknum til að stofna Þjóðvaka og ráðherra flokksins Guðmundur Árni Stefánsson varð að segja af sér.

Snillingunum í Samfylkingunni fannst sniðugt að hafa sérmál sem skilgreindi flokkinn frá öðrum og stukku á ESB-málið sem var þó allaf hægt að fórna í samningum. Til að fá lögmæti var veturinn 2002 efnt til umræðu hjá flokknum um ESB en þess vandlega gætt að flokksfélagar sem andsnúnir voru inngöngu fengu ekki að komast að í umræðunni.

Haustið 2002 var efnt til kosninga og spurningin gerð eins ógegnsæ og loðmulluleg og framast var unnt.  Tilgangurinn var að breiða yfir andstöðuna sem var í flokknum gegn inngöngu.

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Aðeins rúmlega 20 prósent flokksmanna tók þátt í kosningunni, 85 prósent sögðu já en 15 prósent nei.  Á landsfundi ári síðar var gerð eftirfarandi samþykkt

Samfylkingin mun því stofna sérstakan 9 manna málefnahóp um Evrópumál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu, skilgreini hver helstu samningsmarkmið eigi að vera við aðildarumsókn, meti stöðu EFTA og EES- samningsins og greini áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf.

Jóhanna nokkur Sigurðardóttir var í þessari nefnd sem hefur aldrei komið saman svo vitað sé og ekkert liggur eftir.Orð eins og umræða, málefni og stefnumótun eru eins og hvert annað glingur í spunafabrikku Samfylkingar.

Samfylkingin gerði ESB-umsókn að aðalstefnumáli sínu vorið 2009 án þess að efna til þeirrar umræðu og málefnavinnu sem flokkurinn hafði sett sér á landsfundi.

Þjóðfundur í höndum Samfylkingar er eins og messuvín í munni róna, bara eitur.


mbl.is Fundir í öllum landshlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Grimmur að vanda! Maður er nú einu sinni þannig innrættur að hafa gaman af þessum tóni. Trúlega er það skítlegt eðli mitt

Flosi Kristjánsson, 19.1.2010 kl. 09:51

2 identicon

Ég óttast að Páll hafi rétt fyrir sér.

Mér finnst hrikalegt ef Samfylkingunni tekst að stela þjóðfundunum og eyðileggja þá.

Einhver samræða fólksins undir stjórn og eftirliti pólitíkusa er ekki það sem þjóðin þarf á að halda!!!!!

Vonandi hunsar fólkið í landinu þessa fundi.  

Karl (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll áttu von á að fundirnir verði þannig uppbyggðir að niðurstaða þeirra verði að við eigum að ganga í ESB, og samþykkja fyrirliggjandi Icesavesamning?

Eins og þú veist þá er það stefna jafnaðarmanna að allir séu jafnir, en stefna nýjafnaðarstefnunnar er að sumir séu jafnari  en aðrir!

Sigurður Þorsteinsson, 19.1.2010 kl. 12:51

4 identicon

Góð færsla.  Síðuhaldari þekkir Samfylkinguna mun betur en flestir þeir sem starfa að trúnaðarstörfum innan flokksins.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:42

5 identicon

Þjóðfundurinn var stærsta og mest plottaðsta PR - trikk Samfylkingarinnar.

Það tók þjóðina heila helgi að komast að því að hún vilji vera heiðarleg.

En hún kýs enn samt sem áður óheiðarlega stjórnmálamenn.

Það fólk sem situr inni á þingi endurspeglar vilja þjóðarinnar.

Þjóðin þarf að fá hjálp.

S.R (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband