Besti vinur fjármagnsins er Vg

Í útlöndum taka róttæklingar ofan fyrir Íslendingum að þráast við að borga fjármálasukk bankanna eins og það birtist í Icesave-skuldum sem Bretar og Hollendingar telja sig eiga inni hjá okkur. Útlendu róttæklingarnir fögnuðu þegar forseti Íslands, með vinstri fortíð, vísaði Icesave-frumvarpinu til þjóðarinnar.

Vinstri grænir eru á Íslandi helstu bandamenn gamla nýlenduauðvaldsins í London og Haag sem fyrir hönd kapítalísks fjármagnsskipulags krefst uppgjörs hjá Íslendingum.

Vinstri grænir ættu kannski íhuga nafnabreytingu. Frjálshyggju-grænir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessu máli hafa lýðskrum og yfirboð stjórnarandstöðu náð hærri hæðum en áður hafa náðst á Íslandi. Síðan eru hægri sinnaðir bloggarar að sigla seglum þöndum inn í tæran fasisma með stöðugu landráðabrigsli og fyrirlitningarhjali um ríkisstjórnina og alla þá sem hana styðja. Annað hvort eru þeir skyndilega gengnir af göflunum, vegna ástandsins sem þeirra menn skópu í landinu, eða geta ekki lengur setið á sínu rétta eðli. Það er fyrir löngu orðið viðbjóðslegt að lesa blogg þessara ósanngjörnu hálfvita.

Logi Logason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:50

2 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart !

En, sagðist HANN ekki vera vinstri grænn ?

JR (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Meira að segja eru flestir eigendur lífeyrissjóðana í VG ásamt Gylfa í Samfylkingu.

Einar Guðjónsson, 11.1.2010 kl. 22:09

4 identicon

JR.  Er Vinstri græn sami flokkurinn fyrir og eftir kosningar?

Hann framdi atkvæðarán, með að hafa alger umskipti á stefnuskrá flokksins og svíkja öll kosningarloforðin.  Það er með hreinum ólíkindum hverslag dulur kjósendur flokksins eru með að láta traðka svona á sér á skítugum skónum, vegna valdagræðgi eins manns.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:42

5 Smámynd: Reið kona

Guðmundur Gunnarsson. Hér hafa ekki verið framin nein atkvæðarán. Þegar allt er á hvolfi, í boði þeirra aumingja sem áttu að stjórna, gilda ekki ódýr kosningaloforð. Ekki frá neinum flokki. Nú gildir að redda skítugum drulluhölum, sem settu þjóðlífið á hvolf. Það er viðhorf hægri manna, margsekra. Við, sem höllum okkur til vinstri, sjáum allt illt í hægri vinavæðingunni, en erum tilbúin til endurreisnar, án spilltra afla, þeim hinum sömu og settu þjóðlíf Íslands lóðbeint á rassgatið. Þú sérð kannski fallegt sólarlag, eða sólris. Ef sólin hefði alla vitneskju um skítlegt eðli hægri manna á Íslandi, myndi hún sleppa því að skína á skerið. Þig líka. Viltu það?

Reið kona, 12.1.2010 kl. 00:24

6 identicon

„Reið kona“ kann íslensku, en þetta er ekki orðaforði konu. Þannig að ... þorir þú þjóðlífsreddari ekki að kannast við kyn þitt? Í meira lagi kynlegt sólarlag, eða ris.

„Glaður maður“ (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:57

7 Smámynd: Reið kona

Glaður maður, eða glöð kona, ekki veit ég hvar línurnar liggja hjá þér, Gleðimenninu. Flestar mínar taugar liggja til höfuðsins, á þessum óvissu tímum. Svo á ég mínar einkataugar. Þær liggja annað. Í dal draumanna minna, þar sem fegurðin ein gildir. Þínir draumar mega leiða þig til kynvillu og kvikra sagna um kyn almennt. Gerðu sjálfum þér upp kynferði og stattu við hvatir þínar. Ég og mín höldum á vit hins betra Íslands. Án bullukolla til hægri. Með almennilegu fólki. 

Reið kona, 12.1.2010 kl. 01:14

8 identicon

Þetta er almennilegt. Karl kemur úr skugganum. Mér líkar þetta. Línurnar liggja skýrar. Enginn gæsagangur lengur. Myndi líka það enn betur að mæta þér augliti til auglitis, óháð persónu og kyni. „Ég og mín“ segirðu - gott og vel ef þú ert frátekin(n) en mig grunaði alltaf að þú værir karlkyns. Þó er „mín“ opið fyrir túlkun. Gangi þér allt í haginn án allra bullukolla. Með almennilegu fólki, háskólagengnu sem öðru.

Almennilegt fól (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 01:44

9 Smámynd: Ólafur Als

Nafngiftin "Frjálshyggju-grænir" lýsir vankunnáttu á innihaldi frjálshyggjunnar, þ.e. ef markmiðið þitt, Páll, er að spyrða e.k. nýlenduauðvald við þá stefnu. Sum mistök í aðdraganda hrunsins má skrifa á reikning manna sem héldu að þeir væru að vinna að framgangi frelsis í viðskiptum, en þeir gleymdu öllum gömlu viðvörununum sem frjálshyggjumenn fyrri tíma viðhöfðu um eðli og inntak banka og þeirra lagalegu girðinga sem væru nauðsynlegar til þess að hefta versta eðli þeirrar starfsemi. Það er allt í lagi að halda slíku til haga - að öðru leyti vil ég þakka þér fyrir margar góðar færslur á þinni bloggsíðu, sem eru margar beittar og þarfar.

Hvað reiða konu varðar, þá vil ég, hægri maðurinn, óska henni alls hins besta og vona að hún vaxi frá þeirri firru að halda að stjórnmálastefnur ráði hjartalagi fólks. Slíkt er í hæsta máta sjálfsupphafin afstaða en vitanlega er henni leyfilegt að halda slíku fram. En reiði hennar mætti beinast að stjórnvöldum þessa dagana og svo skulum við taka slaginn þegar Icesave-málið er frá. Þangað til skulum við berjast saman að hinu sameiginlega hagsmunamáli að minnka skaðann af hörmungum Icesave-málsins, reyna að koma vitinu fyrir afvegaleidd stjórnvöld og búa í haginn fyrir betri tíð.

Ólafur Als, 12.1.2010 kl. 01:46

10 Smámynd: Reið kona

Guðmundur, almennilegt fól, eða ótækt fól. Með háskólagengnu fólki geng ég ekki, nema fyrir tilviljun, í þessum gleymda aldingarði Drottins á Norðurhjara. Átti þess ekki kost í æsku að ganga menntaveginn, annan en þann veg sem lífið sjálft vísar. Góður vegur þar, en menntavegurinn hefur leitt margt löðurmennið til metorða, en um leið upphafið hin góðu gildi þess að vera ómenntaður Íslendingur. Raunsannur Íslendingur, með gæði lífsins á hraðbergi, ásamt okkar bestu sögum. Sögum af þjóðlífi og baráttu forfeðra okkar. Konungsbók Eddukvæða, Njála, Saga Sturlunganna. Nútímasagan okkar er langt um ómerkilegri. Andrés Önd og Jóakim frændi taka öllum nútímalegum Íslendingum fram. Jóakim var klókari en Jón Ásgeir, en hann var danskur, Jón Ásgeir hefði betur verið bauni líka. Ég bið þig að bera ekki brigður á kynferði mitt. Var að hlusta á Skagfirðinga syngja Í djúpum dal. Varð þá hugsað til allra gestanna í mínum dimma og mjúka dal. Nokkrir strákar litu við, fyrir hjónaband, stöldruðu stutt við og skildu fátt eftir. Síðan kom draumaprinsinn minn til 27 ára. Hann er nú farinn, en það var hann sem gaf mér tölvu. Börnin mín kenndu mér að nota hana. Þó ekki að blogga. Nýr engill er að kenna mér það. Mér finnst það gaman. 

Reið kona, 12.1.2010 kl. 02:11

11 identicon

Takk, mín kæra, reiða kona. Vona að reiðin stjórni ekki þínu lífi alla tíð, þó svo Hann sé farinn og Bloggið sé framtíðin. Ég vil segja takk og kærar þakkir. Ótækur er ég ekki, yfirleitt almennilegur. Firn hvað þú ert ólesin háskólamenneskja. En það er bara gott. Sjálfur er ég háskólamenntaður en nennti ekki að mæta við útskrift. Kannski segir það eitthvað um eðlið. Ég er ekki nógu snobbaður, kynntist því aldrei í æsku drauma mina, eðlið er bara af hreinni móðurgæsku. En mér líkar betur við þig eftir því sem þú talar meira. Reið kona verður blíð. Það er gott og þegar gott gerist er gaman. Þetta var að vísu ekki skáldlegt -en klukkan er líka að verða þrjú að nóttu. Andrés Önd er farinn að sofa. Veit ekki um Jón Ásgeir, hef aldrei umgengist hann en þú virðist þekkja hann vetur. Söngur hljómar alltaf vel, Ég geng með öllum. Ómenntuðum alveg sérstaklega, sem hafa lesið Konungsbók Eddukvæða og Sturlungu á okkar tungu. Ekki síst í aldingarði Drottins, sem ber ekki brigður á neinn, enda allir vegir góðir. Þú ert óvenju skorinorð ekkja og vonandi skammast þeir sín strákarnir sem litu við og kunnast ekki að skammast sín. En vonandi er tölvan lífseig. Engill vonarinnar lifi yfir þér.

Helgi fól (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 02:52

12 Smámynd: Reið kona

Ég þakka góð orð til mín. Held að ég skrifi ekki mikið hér. Eftir að hafa flandrað yfir nokkrar síður á þessu bloggi Morgunblaðsins sé ég að hér er allt fullt af snillingum, að eigin mati, fólki sem eys og eys úr galtómum skálum visku sinnar. Svo eru auðvitað mætir pennar innan um og saman við. Viljið þið, sem lesið þetta, nefna mér fimm góða (skemmtilega) bloggara, sem eru þess virði að kíkja á reglulega? Bara til gamans.

Reið kona, 12.1.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband