Hagsmunir Steingríms J. og þjóðarinnar eru andstæðir

Steingrímur J. lýsti því margoft yfir að ekki væri hægt að fá betri samning við Breta og Hollendinga en þann sem forsetinn hafnaði. Steingrímur J. getur ekki fyrir hönd Íslands leitt undirbúning að nýjum samningum þegar hann er fyrirfram með tapaða stöðu í málinu.

Vinstrimenn eru í afneitun á grunneðli stjórnmála ef þeir halda að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram, burtséð hvort þjóðaratkvæði fari fram eða ekki.

Það mun þjóna pólitískum hagsmunum sitjandi stjórnar að fá jafnlélega eða verri samninga en þá sem fara í þjóðaratkvæði. 

Svekkelsi vinstrimanna er svo rosalegt með að vinstrimaður í forsetastól afhjúpaði erindisleysu samsullsins í íslenskan samtíma að þeir sjá ekki að ríkisstjórnin er búin að vera. Kátbroslegur andskoti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í landi með heilbrigðari stjórnmálahefð væri þessi stjórn farin frá.

Hefðin hér er hinsvegar meira í þá átt að menn ríghaldi í stólana svo lengi sem þeir geta burtséð frá því hvort þeir geti framkvæmt stefnumál sín eða ekki. Stafar það kannski af því að margir stjórnmálmenn hafa ekki önnur raunveruleg stefnumál en að hatast út í einhverja og vera vinir einhverra annarra. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:26

2 identicon

Sæll Páll.

Ég held að okkur sé báðum ljóst að þótt skoðanir okkar fari víða saman, þá er ekki svo í þessu máli.

Nú vill svo til að eftir synjun forsetans, virðist skyndilega kominn upp mikill vilji til "sáttastjórnmála" á báða bóga. Kannski sendum við nýja samninganefnd til Breta og Hollendinga strax í næstu viku. Fjarlægur möguleiki? Hver veit?

Ég slægi ekki hendinni á móti skárri samningi en þeim sem nú er í hendi. Hygg mig þar vera í hópi með þér og sennilega öllum öðrum Íslendingum. 

Augljóslega ættu allir flokkar fulltrúa í nýrri samninganefnd. Og kannski væri klókt að fela Bjarna Ben eða Sigmundi Davíð að leiða nefndina.

Hverjum treystir þú best til forystu?

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:46

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Jón, afstaða mín byggir á því að þjóðin hefur hafnað vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu sem er af þeirri stærð að líf ríkisstjórnar liggur við.

Ríkisstjórn Jóhönnu á að segja af sér og minnihlutastjórn Vg (mínus SJS) einna sér eða með Framsóknarflokki á að taka við og starfa í skjóli Sjálfstæðisflokks.

Ég veit ekki hver ætti að leiða samninganefnd en þar koma nokkrir til greina, t.d. úr hópi InDefense-manna.

Páll Vilhjálmsson, 8.1.2010 kl. 08:27

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það þarf allavegana að senda einhvern sem er ekki með ESB glampann í augunum, því þá eru bretar og hollendingar búnir að missa sitt aðal tromp.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.1.2010 kl. 10:08

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég er sammála þér Páll. 

Hreinn Sigurðsson, 8.1.2010 kl. 10:10

6 identicon

... sammála þér Páll Vilhjálmsson. Íslendingar hafa dapra reynslu af samspillingunni, hvort heldur í vanhæfu ríkisstjórninni eða norrænu hallærisstjórninni. Þjóðin tók sig einfaldlega saman um að hnekkja IceSlave ólögunum sem Jóhanna og Steingrímur ætluðu að þröngva upp á hana.

Forysta vinstri grænna hefur sýnt það að hún gerir allt fyrir ráðherrastóla. Völdin skipta meira máli hjá Steingrími en þjóðin. Hann fór á límingunum þegar sjálfstæðisflokkurinn og samspillingin skriðu saman vegna þess að hann ætlaði í stjórn með Geir Maybe.

Íslendingar vita hverjir voru í stjórn með sjálfstæðisflokknum þegar bankarnir voru einkavæddir og eftirlitsstofnanir lamaðar. Íslendingar vita líka hverjir tóku við hlutverki framsóknarflokksins í vanhæfu ríkisstjórninni sem flaut heiladauð að feigðarósi. Íslendingar hafa nú kynnst því hvernig vinstri grænir og samspillingin haga sér. Hvaða lærdóm má draga af íslenskum stjórnmálaflokkum?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þessi ömurlega vinstri stjórn ER og hefur alltaf verið í afneytun er kemur að því að HLUSTA á önnur sjónarmið & rök sem verja okkar hagsmuni..! Eva Joly & Ólafur Ragnar eru að tala & verja okkar málstað, í raun eru þau að reyna að slá SKJALDBORG um sjónarmið íslensku þjóðarinnar, en þau skötuhjú Jóhanna & SteinFREÐUR tala ítrekað mál UK & Hollands...lol...!  Meira að segja neytar Samspillingin að hlusta á sinn fyrrum formann...lol..!  Það er í raun ekki hægt að koma vitinu fyrir þau - þau eru í mínum huga í "RuslFlokki..!" og ef þau væru að vinna hjá Ölgerðinni þá væri fyrir löngu búið að reka þau fyrir að valda ekki starfi sínu!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 12:33

8 identicon

Það er snjallræði að þvæla þjóðaratkvæðagreiðslunni á þingi með hvort eigi að reyna einhverja samningaviðræður eða senda málið til þjóðarinnar?  Alþjóðasamfélagið tekur ekkert eftir samningi  sem væri gengið frá eftir nýjar viðræður.  Þegar samningshroðanum verður hafnað af meirihluta þjóðarinnar sem hefur ítrekað áréttað að hún vilji standa við skyldur sínar, getur slíkt ekki verið annað en stór áfellisdómur fyrir Breta og Hollendinga.  Eitthvað sem þeim hugnast ekki að "alþjóðasamfélagið" verði vitni að. Og ekki síst stjórnarómyndina sem yrði  stjórnarandstæðingum til öflugs heimabrúks til að lemja á. 

Það kemur alltaf betur og betur í ljós eins og umræðan erlendis er núna hjá lagafræðingum í alþjóðarétti og upplýsingum Evu Joly eftir samtöl við þá sem smíðuðu reglugerðirnar sem Icesave og bankarnir voru reknir eftir, að Steingrímur og Jóhanna hafa einungis unnið eftir forskrift og að hagsmunum Breta og Hollendinga.  Það væri spennandi að vita ef þau væru í stjórnarandstöðu hversu oft Steingrímur væri búinn að saka stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um landráð?  Það verður strax að fara fram, opinber rannsókn á öllu því sem tengist Icesave hroðanum, og ekki síst eftir að núverandi stjórnvöld tóku stjórnina.  Lagaprófessor í háskólanum sem hefur komið að samningsgerðinni hefur sagt að á bak við allan farsann eru leynisamningar sem honum hugnaðist ekki.  Það þarf ekki kjarnorkuverkfræðing að skilja að um er að ræða ESB inngönguna.  Bloggkratar voru fyrir stuttu farnir að koma því inn í spunann að þjóðin þyrfti aldrei að borga ólögvarinn Icesave falsreikninginn þegar allt kæmi til alls.  Einhverskonar leikrit.  Merkisfólk tengt samningagerðinni hefði haldið þessu fram.  Það er þá hreint og klárt landráð.  Það er löngu kominn tími á að stöðva þá vinnu þar til það sanna kemur í ljós eftir sérstaka rannsókn Icesave hörmungar Jóhönnu og Steingríms.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband