Blađamenn: formađur skattsvikari, varaformađur sakborningur

Forysta Blađamannafélags Íslands brýtur blađ í 100 ára sögu verkalýđsfélaga hérlendis. Formađurinn, Sigríđur Dögg Auđunsdóttir, er skattsvikari og varaformađurinn, Ađalsteinn Kjartansson, er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Skötuhjúin ráku blađamann međ flekklausan feril, Hjálmar Jónsson, sem gegndi starfi framkvćmdastjóra. Forystutvíeyki stéttafélags međ ljót mál á sinni könnu vísa á dyr framkvćmdastjóra međ hreinan skjöld.

Tilfallandi blogg afhjúpađi formann Blađamannafélagsins í fyrravor. Í september játađi Sigríđur Dögg skattsvik. Eftir játningu í Facebook-fćrslu neitađi formađurinn ađ tjá sig um skattsvikin. Á formennskutíđ sinni hefur Sigríđur Dögg fordćmt ađ fólk í trúnađarstöđum komi sér hjá spurningum blađamanna um erfiđ mál. Tvöfalt siđgćđi í sinni tćrustu mynd. Hjálmar framkvćmdastjóri vakti máls á stöđu formannsins innan veggja blađamannafélagsins og var látinn taka pokann sinn.

Sigríđur Dögg leigđi út á Airbnb fjórar íbúđir á Suđurgötu 8 í miđborg Reykjavíkur. Samtals 8 svefnherbergi voru í íbúđunum fjórum međ svefnplássi fyrir 28 manns. Starfsemin á Suđurgötu líktist meira gistiheimilarekstri en íbúđaleigu. Heildarleiga fyrir sólarhringsleigu á íbúđunum, miđađ viđ fulla nýtingu, var um 1000 bandaríkjadalir eđa um 135 ţúsund krónur. Leigutekjur má áćtla ađ hafi veriđ um 4  milljónir kr. á mánuđi, 40 til 50 milljónir kr. á ári. Starfsemin var ólögleg og ekkert var gefiđ upp til skatts.

Brot Sigríđar Daggar er meiriháttar en hún hlaut sérmeđferđ hjá Skattinum, ađeins sekt en komst undan opinberri málshöfđun, sem margir ađrir í sambćrilegri stöđu máttu ţola.

Ađalsteinn Kjartansson varaformađur Blađamannafélags Íslands fékk stöđu sakbornings um miđjan febrúar 2022 í byrlunar- og símastuldsmálinu. Hann kom sér undan réttvísinni í hálft ár, mćtti ekki til yfirheyrslu fyrr en ágúst sama ár. Andlega veik eiginkona Páls skipstjóra Steingrímssonar byrlađi og stal síma skipstjórans í ţágu RSK-miđla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Áramótin 2022/2023 sameinuđust Kjarninn og Stundin undir merkjum Heimildarinnar.

Ađalsteinn hefur aldrei gert grein fyrir vitneskju sinni um máliđ. Aftur hefur hann stefnt tilfallandi bloggara fyrir ađ fjalla um málavöxtu og krefst 2 milljóna kr. í bćtur. Dómsmáliđ verđur tekiđ fyrir í hérađsdómi Reykjavíkur í byrjun nćsta mánađar.

Blađamenn RSK-miđla eru í meirihluta stjórnar Blađamannafélags Íslands. Stjórnin er sjö manna. Meirihlutann skipa, auk Sigríđar Daggar og Ađalsteins, ţau Stígur Helgason á RÚV og Bára Huld Beck á Heimildinni. Brottrekstur Hjálmars Jónssonar framkvćmdastjóra bar brátt ađ. Hann fékk ekki ađ gera stjórninni grein fyrir ágreiningi sínum og forystutvíeykisins. Hjálmari var gert ađ hćtta störfum samdćgurs.

Sigríđur Dögg og Ađalsteinn hlupu í felur í gćr, eftir ađ hafa rekiđ Hjálmar. Mannlíf fjallađi um máliđ og sagđi: ,,Hvorki náđist í Sigríđi Dögg né Ađalstein Kjartansson viđ vinnslu fréttarinnar." Forysta verkalýđsfélags blađamanna er á flótta undan eigin félagsmönnum sem skrifa fréttir um ráđsmennsku formanns og varaformanns, Sigríđar Daggar og Ađalsteins.

Öll ráđ stéttafélags blađamanna eru í höndum skattsvikara og sakbornings í alvarlegu refsimáli. Til skamms tíma töldu blađamenn sér til tekna ađ afhjúpa óheiđarleika og spillingu í samfélaginu. Nú gildir ađ flćma ţá úr starfi sem eru međ hreinan skjöld og starfa heiđarlega.


mbl.is Sagt upp eftir ágreining viđ formanninn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband