Frosti, Ann Coulter og frjálslyndur fasismi

Frosti Logason og Ann Coulter virðast ekki margt sameiginlegt, nema kannski áhuga á fallegum konum. En bæði andæfa þau, hvort með sínum hætti, sjálfhverfustjórnmálum sem á ensku kallast ,,identity-politics".

Frosti skrifar í Fréttablaðið, sjá endursögn Eyjunnar, um sjálfhverfustjórnmál: 

Málfrelsið er úrelt afsprengi feðraveldis. Við afnemum það fyrir fólk sem við höfum ákveðið að þarfnist sérstakrar verndar. Við trúum ekki á samræður og rök, sumir mega einfaldlega ekki tjá sig.

Ann Coulter fær ekki að tala í Berkeley-háskólanum sökum þess að hún er með rangar skoðanir að dómi sjálfhverfusinna, sem þola ekki að heyra þær.

Sjálfhverfustjórnmál ganga út á að óþol sumra fyrir skoðunum annarra sé rétthærri en tjáningarfrelsið. Sjálfhverfusinnar búa til hugtök eins og ,,hatursorðræða" og efna til ofsókna gegn einstaklingum með rangar skoðanir.

Rökleg afleiðing sjálfhverfustjórnmála er eins og til er stofnað, hugtakamótsögn: frjálslyndur fasismi.


mbl.is Kæra fái Ann Coulter ekki að mæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkland, Evrópa í uppnámi

Fjórir frambjóðendur eiga möguleika að komast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi: þjóðernissinni - Le Pen, sósíalisti - Mélenchon, miðjumaður - Macron og íhaldsmaður - Fillon.

Róttækasta niðurstaðan yrði að Le Pen og Mélenchon næðu seinni umferðinni. Þau eru bæði andvíg Evrópusambandinu og boða uppstokkun á ríkjandi fyrirkomulagi.

Líklegast er að Le Pen og miðjumaðurinn Macron nái seinni umferð. Og nær allar spár gera ráð fyrir að Macron yrði sigurvegari í þeim slag.

Fjölmiðlar, t.d. Guardian og Telegraph, segja kosningarnar þær mikilvægustu í seinni tíma sögu Frakklands. Ekki síst vegna þess að niðurstaðan gæti orðið banabiti Evrópusambandsins.

Síðustu tvö ár hafa múslímskir hryðjuverkamenn orðið 230 manns að bana í Frakklandi. Múslímar eru um 8 prósent af íbúafjölda landsins. Allt frá frönsku byltingunni fyrir 200 árum er trúarstef víkjandi í stjórnmálum. Herskáir múslímar breyta þeirri stöðu. Uppgangur þeirra veldur misklíð í landinu þar sem ósætti er um hvernig skuli brugðist við.

 


mbl.is Mikil öryggisgæsla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband