Össur hótar byltingu vinstrimanna

Össur Skarphéðinsson boðar 4ra flokka vinstristjórn Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar. Össur sér samstöðu þessara flokka um fjögur mál: ESB-aðild, nýja stjórnarskrá og uppstokkun grunnatvinnuvega í landbúnaði og sjávarútvegi.

Öll málin sem Össur nefnir eru ættuð úr vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 til 2013. Samfylkingin og Vinstri grænir vildu nota tækifærið til að kollvarpa lýðveldinu í kjölfar hrunsins. Vinstra-Ísland var til höfuðs l944-lýðveldinu.

Óopinbert slagorð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var ,,ónýta Ísland". Vinstrimenn fundu öllu íslensku til foráttu. Hótun Össurar sýnir að þeir hafa engu gleymt og ekkert lært.

 


Bloggfærslur 31. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband