Samfylkingin boðar vangetu sem kosningastefnu

Stutt kjörtímabil veit á pólitíska lausung og ábyrgðaleysi. Stjórnmálaflokkar sem lofa stuttu kjörtímabili lýsa í raun yfir vangetu að valda landsstjórninni. Þeir hafa hvorki stefnu né hugmyndir til að glíma við verkefnin og fara í kosningar með loforð um að efna strax til nýrra kosninga

Helgi Hjörvar formannsefni Samfylkingar hyggst gera vangetu að stefnumáli flokksins við næstu kosningar.

Þeir sem héldu að risið gæti ekki enn lækkað á Samfylkingunni fá óvæntan glaðning frá Helga Hjörvar.

 


mbl.is Vill fá loforð og stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Popúlismi Pírata: stefna samkvæmt eftirspurn

Píratar héldu vinnufund um helgina til að setja saman stefnu flokksins. Samkvæmt Ernu Ýr Öldudóttur formanns verður stefna flokksins mótuð samkvæmt eftirspurn. Erna Ýr segir í viðtali

Það er áhugi fyrir eins og efnahagsmálunum, aðskilnaði ríkis og kirkju, trúmál og jafnréttismálin voru rædd líka. Fólk er með spurningar og við munum reyna að velja það sem fólk hefur mestan áhuga á

Aðferð Pírata til stefnumótunar er að hafa þá stefnu sem til vinsælda er fallin hverju sinni. Slík aðferðafræði heitir popúlismi á útlensku.


Bloggfærslur 6. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband