Ríki íslams í Bretaveldi - og góða fólkið

Kristin kona, Asia Bibi, situr dauðadæmd í fangelsi í Pakistan vegna ,,guðlasts": hún mun hafa hallmælt spámanninum Múhameð. Pakistanskur stjórnmálamaður, Salman Taseer, tekur upp málstað Asiu Bibi og er fyrir vikið drepinn af lífverði sínum, Mumtaz Qadri, sem réttlætir ódæðið með trúarrökum.

Allt gerist þetta í Pakistan, sem er múslímskt ríki, og ætti að vera innanríkismál Pakistana. Nei, því miður, segir Tom Harris í Telegraph, málið er ekki svo einfalt. Í Bretlandi eru múslímaklerkar sem opinberalega leggja blessun sína á morðingjann Mumtaz Qadri. Múslímaklerkarnir telja að hann hafi unnið guðsþakkarvert starf með morðinu á Taseer, sem hafi leyft sér að efast um réttmæti þess að dæma kristna konu til dauða fyrir guðlast.

Í nafni fjölmenningar eru múslímar búnir að koma sér vel fyrir í Bretlandi. Þeir tileinka sér vestræn lífsgæði en tilbiðja miðaldir í trúmálum. Góða fólkið á vesturlöndum veigrar sér við að kalla þessa tilbeiðslu hatursorðræðu. Þó er skýrt samhengi á milli múslímskra trúarsetninga og morða, samanber dæmið af Salman Taseer.

Að yrða og myrða má ekki nota í sömu orðræðunni um múslíma, segir góða fólkið og finnur til siðferðilegra yfirburða sem veruleikafirringin gefur.


Katrín gefst upp á vinstripólitík - Össur fær rothögg

Vinsælasti stjórnmálamaður vinstriflokkanna, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, gefst upp á eymdinni á vinstri væng stjórnmálanna og íhugar forsetaframboð.

Nýlega gaf Katrín það út að hún nennti ekki að sitja uppi með gamlingjaliðið í þingflokki Vinstri grænna. Pólitísku ellismellirnir í þingflokknum ætla að sitja áfram og því er Katrín á förum.

Forsetaframboð Katrínar yrði rothögg á drauma Össurar Skarphéðinssonar að komast á Bessastaði.


mbl.is Veltir fyrir sér forsetaframboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launin hækka utan ESB

Ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu munu laun láglaunafólks hækka, sagði talsmaður ESB-sinna í Bretlandi, Stuart Rose.

Andstæðingar ESB aðildar Bretlands gripu orð fyrrum forstjóra stórverslunarinnar Marks og Spenceers á lofti enda fágætt að fá jafn beitt vopn og launhækkun almennings afhent á silfurfati í baráttunni um Bretland.

Orð Rose féllu í umræðu um áhrif þess að Bretar utan ESB ættu hægara með að takmarka straum flóttamanna til landsins. Flóttamenn keppa við láglaunafólk um störf. Aukið framboð vinnuafls lækkar launin.  


Píratar í græða-á-daginn flokkinn

Helgidagafrí launþega skal afnumið í þágu atvinnulífsins sem þarf að græða alla daga. Af öllum flokkum eru það Píratar sem gera launþegum þennan grikk, líklega vegna þess að í píratamenningunni eru flestir á ríkisstyrkjum og geta sofið út alla daga.

Stóra spurningin er hvort píratar grilli á kvöldin, eftir að hafa grætt á daginn.


mbl.is Vilja bingólögin í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband