RÚV fær Árna Pál til að skipta um skoðun milli viðtala

RÚV-herferðin gegn forsætisráðherra tekur á sig kynlegar myndir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, var kallaður í viðtal sl. mánudag. Þar sagði Árni Páll að ,,stóra spurningin" væri ,,hvort forystumenn deildu ekki kjörum með þjóðinni."

Gott og vel, formaður jafnaðarmannaflokks vill ekki að fólk eigi meiri peninga en nemur meðaltali. Það er sjónarmið út af fyrir sig.

Árni sagði ekki eitt aukatekið orð um mögulegt vanhæfi forsætisráðherra í viðtalinu sl. mánudag.

Í kvöld finnst RÚV kominn tími á annan snúning á forsætisráðherra og kallar Árna Pál til vitnis. Fyrirsögnin er: Allt bendi til vanhæfis forsætisráðherra.

Á mánudag dettur Árna Páli ekki í hug vanhæfi. RÚV klukkar Árna Pál á fimmtudegi og vill fá yfirlýsingu um vanhæfi. Árni Páll spilar með. Annars kæmist hann ekki í viðtal á RÚV.

 

 


RÚV leitar bandamanna gegn forsætisráðherra

RÚV gerir frétt um að forsætisráðherra tali ekki við RÚV. Í hádegisfréttum er tvíendurtekið að Sigmundur Davíð tali ekki við RÚV. Spilaður  nokkurra daga gamall viðtalsbútur þar em ráðherra hafnar aðgerðafréttamennsku RÚV. Að öðru leyti er frétt RÚV hlutdræg endursögn á viðtali Fréttablaðsins.

Karl Garðarsson vekur athygli á að RÚV gerir forsætisráherra að sérstöku skotmarki.

Ritstjóri Kvennablaðsins svarar ákalli RÚV um að fordæma forsætisráðherra. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir forsætisráðherra ,,misheppnaðasta mann Íslandssögunnar" á fésbókarfærslu og fordæmir Fréttablaðið fyrir viðtal við Sigmund.

Augljóst er að nokkrir fjölmiðlar, með RÚV í broddi fylkingar, eru í skipulagðri ófrægingarherferð gegn forsætisráðherra.


mbl.is „Hvað hefðu andstæðingar mínir sagt þá?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi meira utan ESB

Fyrrum yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6,Richard Dearlove, segir að Bretar verði í betri stöðu að tryggja öryggi sitt utan Evrópusambandsins en innan þess.

Í frétt Telegraph kemur fram að brotalamir eru verulegar á lögreglurannsókn yfirvalda í Belgíu og víðar í Evrópu.

Utan Evrópusambandsins gætu Bretar hert landamæravörslu og ættu auðveldara með að vísa úr landi einstaklingum sem taldir eru ógna öryggishagsmunum, segir fyrrum yfirmaður MI6.


mbl.is Evrópubúar myrtir í hundraðatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðill stundar múgæsingu - Lára Hanna eltir

Netmiðillinn Stundin reyndi í gær að efna til galdrafárs á netinu með frétt um fjármálmál eiginkonu forsætisráðherra. Fréttin er röng í fyrstu setningu, lævís í inngangi, samtíningur í meginmáli og hrapar að niðurstöðu sem stenst ekki.

Fyrsta setning fréttarinnar: ,,Í lok síðasta árs lagði ríkisstjórn Íslands fram frumvarp um breytta skattlagningu," er röng. Ríkisstjórnir leggja ekki fram frumvörp heldur ráðherrar og eftir atvikum þingmenn. En til að samsæriskenningin í fréttinni fengi trúverðugleika, þ.e. að forsætisráðherra hyglaði hagsmunum eiginkonunnar, varð að ljúga í fyrstu setningu.

Í lævísum inngangi fréttarinnar er talað um að frumvarpið sé ,,flókið" og komi sér ,,óþægilega vel fyrir þá kröfuhafa sem voru með félög sín skráð á Tortóla-eyju." Í stað þess að útskýra hvað sé flókið og hvað komi sér vel segir: ,,Við skulum hins vegar demba okkur út í umræðurnar á Alþingi til þess að fá tilfinningu fyrir málinu."

Hlutlægar staðreyndir eru aukaatriði, aðalatriðið er að búa til ,,tilfinningu" fyrir málinu. Umorðað: hér er ætlunin að efna til áhlaups á æru forsætisráðherra með röngum málflutningi og haturstilfinningar að leiðarljósi.

Markaðsstjóri og einn af eigendum Stundarinnar, Heiða B. Heiðars, fylgdi fréttinni úr hlaði á fésbók með þessum orðum: ,,Krakkar þetta er gull".

Lára Hanna Einarsdóttir svaraði kalli markaðsstjóra Stundarinnar og bjó til klippuútgáfu af samtíningi fréttarinnar sem átti að gefa innihaldinu trúverðugleika. Lára Hanna notaði sömu fyrirsögn og er í fréttinni, þar sem gefið er að forsætisráðherra maki krók eiginkonu sinnar.

Stundin gerði enga tilraun að fá álit þeirra sem þekkja til málsins. Upplýsingar eru óþarfar þegar safnað er í galdrabrennu. Vísir, á hinn bóginn, bar frétt Stundarinnar undir Frosta Sigurjónsson sem útskýrði að eiginkonu forsætisráðherra hafi verið ómögulegt að hagnast á frumvarpinu.

Þegar fjölmiðlar gera skipulega út á múgæsingu með fréttaflutningi, sem lýst er hér að ofan, er viðbúið að umræðan verði meira í ætt við móðursýki en rökræður.


mbl.is Bar ekki skylda að segja frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband