Björn Valur og helvíti handa saklausum

Þingflokkur Vinstri grænna bauð upp á föstudagsbrennu á Austurvelli í dag. Þingflokksformaðurinn, í flokki sem mælist með 7,8 prósent fylgi, krafðist kosninga án þess að stökkva bros.

Varaformaðurinn, Björn Valur, tók að sér að tala fyrir hönd formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann sagði í endursögn mbl.is

Sig­mund­ur hafi ekki held­ur upp­lýst Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra um málið.

Hugmyndir varaformannsins um stórt hlutverk fyrir sig og sína í landsmálum stöðvast ekki við að tala fyrir hönd Bjarna Ben. Nei, Björn Valur, heimtar fleiri stofnanir samfélagsins til þátttöku í brennunni með Vinstri grænum.

Besti vinur Vinstri grænna í kerfinu er ríkissaksóknari, sem sérhæfir sig í að búa saklausum ,,helvíti."


mbl.is Vilja að ríkisstjórnin fari frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar án blaðamennsku

Fyrir daga netsins og samfélagsmiðla var hugtakið ,,hliðarvarsla" notað  um hlutverk fjölmiðla. Hugtakið er þýðing á enska heitinu gatekeeping sem upphaflega kom úr sálfræði en fékk sess í fjölmiðlafræði.

Hliðarvarsla felur í sér að fjölmiðlar velja hvað birtist almenningi og hvað ekki. Mælikvarðinn á hvaða fréttir skulu birtar og hverjar ekki verður til í faginu sem nefnist blaðamennska. Samfélagslegt hlutverk blaðamennsku fékk hálfopinbera stöðu með því að réttur til aðgengis opinberra upplýsinga var tengdur fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra. Enn eimir af þessum forréttindum þegar fjölmiðlar láta eins og þeir eigi kröfu á að stjórnmálamenn svari þeim, þar sem blaðamenn eru n.k. fulltrúar almennings.

Hliðarvarsla og blaðamennska er á hinn bóginn deyjandi fyrirbrigði á tímum bloggs og samfélagsmiðla. Allir með aðgang að nettengdri tölvu geta birt upplýsingar og blaðamenn eru æ oftar í því hlutverki að endurbirta blogg og fésbókarfærslur. Fagleg umræða og faglegur metnaður blaðamanna er í samræmi við kranaeðli starfsins; að fleyta rjómann af annarra manna vinnu, þegar best lætur, en skolpveita þjóðarsálarinnar þegar verst gerist.

Eftir því sem blaðamennsku hningar verður hjómurinn holari í kröfu blaðamanna um að valdamenn í samfélaginu standi fjölmiðlum skil gerða sinna.

  


Ríkið kaupi Grímsstaði

Ein landmesta jörð landsins, Grímsstaðir á Fjöllum, var gerð að tilraun Kínverja til að fá aðstöðu hér á landi. Núna er ætlunin að falbjóða 0,3 prósent af Íslandi í Evrópu.

Á meðan einstaklingar eiga jafn stórar hlut af landinu og raun ber vitni er ávallt hætta á að þeir hagi sér eins og óvitar með eldspýtur á flugeldasölu.

Nærtækt er að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og taki þar með fyrir jarðasölu sem auðveldlega getur sett öryggismál Íslands í uppnám. 


mbl.is Hafa áhuga á Grímsstöðum á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband