Forsætisráðherra skattleggur eiginkonuna

Enginn gekk eins hart fram að leggja skatt á kröfuhafa föllnu bankanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Stjórnarandstaðan, með Björn Val Gíslason varaformann Vinstri grænna í fararbroddi, segir að eiginkona Sigmundar Davíðs sé einn kröfuhafanna. Og þar með sé Sigmundur Davíð einnig kröfuhafi.

Samkvæmt rökum Björns Vals og vinstrimanna gengur forsætisráðherra hart fram að skattleggja eiginkonuna enda er hún kröfuhafi föllnu bankanna.

Eigum við ekki að þakka fyrir að eiga forsætisráðherra sem tekur hagsmuni ríkisins fram yfir persónulegan ábata?


mbl.is Sagði Sigmund vera kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Baugspartí á Bessastaði

Í frægu Baugspartí í Mónakó árið 2007 tróð Halla Tómasdóttir upp sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Tina Turner skemmti íslenskum auðmönnum og viðhengjum þeirra með laginu ,,Simply the best".

Auðmannamenningin, sem Halla er hluti af, gerði betur að hafa sig hæga svona í tvo til þrjá áratugi í viðbót áður en hún leggur út í nýja landvinninga.

Baugspartíið í Mónakó ætti ekki að endurtaka á Bessastöðum.


mbl.is Halla ætlar að bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband