Árni Páll styður Pírata

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, gefur Pírötum stuðningsyfirlýsingu á Samfylkingar-Eygjunni. Hann segir:

Að öðru leyti er það gríðarlegt áhyggjuefni að Samfylking og Vinstri græn tapi fylgi og það fari ekki yfir á Pírata.

Samfylkingin mælist aldrei jafnlítil og nú, með 7,8 prósent fylgi, en formaðurinn er sérstaklega leiður yfir því að Píratar vaxi ekki nógu mikið.

Árni Páll hlýtur að annað tveggja að vera á útleið úr pólitík eða væntanlegur liðsmaður Pírata.


mbl.is Jafnt fylgi VG og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland jafnlaunaland án jafnaðargeðs

Ísland er jafnlaunaland á heimsmælikvarða og hér er jafnrétti kynjanna meira en í víðri veröld. Þrátt fyrir að við skiptum launum og réttindum jafnar en þekkist á byggðu bóli örlar ekki á jafnaðargeði sem ætla skyldi að væri fylgifiskur jafnaðarþjóðfélagsins.

Öðru nær, af umræðunni að dæma er setið yfir hlut almennings sem fær skammtað skít úr hnefa frá yfirstétt sem lifir í vellystingum praktuglega.

Kannski er það einmitt málið, að kröfuharka og návígi hindrar alvarlegan framúrakstur forréttindahópa. Grimm umræða með tilheyrandi ýkjum heldur stóru málunum í jafnvægi.


mbl.is Laun verkafólks hækkað mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkari króna er náttúruvernd

Ofvöxt ferðaþjónustunnar þarf að hamla með sterkari krónu. Hvorki fyrirtæki né náttúra landsins stendur undir vexti síðustu ára. Ferðaþjónustan er sýnir skýr merki þenslugeggjunar, s.s. að selja ferðamönnum kranavatn.

Náttúra landsins lætur á sjá vegna átroðnings og vegakerfið í þéttbýli og dreifbýli má ekki við meiri vexti í bili.

Sterkari króna bætir kaupmátt landsmanna og skapar jafnvægi í efnahagsbúskap þjóðarinnar.


mbl.is Tryggi að krónan styrkist ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband