Píratar hafna moðsuðu; bylting eða borgarlegt lýðveldi

Píratar hafna drögum að stjórnarskrár og krefjast uppstokkunar á stjórnskipun lýðveldisins með nýrri stjórnarskrá er hæfi píratísku samfélagi.

Píratar vilja allt eða ekkert, enga hlédræga moðsuðu ættaða úr klíkusamfélagi vinstrimanna.

Píratar skora 1944-lýðveldið á hólm og bjóða í staðinn sérviskulegt nördalýðveldi þar sem ein skoðun gildir í dag en önnur á morgun. Tölvuleikjakynslóðin þekkir ekki málamiðlanir, allt er ,,off" eða ,,on".

Valið vorið 2017 stendur um píratabyltingu eða borgaralegt lýðveldi. Valkostir almennings eru tveir hófsamir hægriflokkar annars vegar og hins vegar byltingarflokkur Píarata. Smáflokkar eins og Samfylking og Vinstri grænir eru mest til skrauts.


mbl.is Píratar gegn þinglegri meðferð tillagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í gær hætti Samfylkingin - þegjandi og hljóðalaust

Framkvæmdastjórn Samfylkingar, æðsta vald flokksins á milli landsfunda, ákvað að segja af sér í gær. Æðsta vald stjórnmálaflokks, sem ákveður að skila inn umboðinu, án þess að nokkur taki við keflinu lýsir sig gagnslaust.

Afsögn framkvæmdastjórnarinnar er ekki pólitík heldur uppgjöf. Ef afsögnin væri pólitík kæmu aðrir félagsmenn til sögunnar sem byðu upp aðra stefnu. Ekkert slíkt er á ferðinni. Framkvæmdastjórnin segir af sér sökum fylgishruns flokksins. Það að enginn valkostur er við fráfarandi framkvæmdastjórn undirstrikar algera og skilyrðislausa uppgjöf flokks á sjálfum sér.

Tvennt annað kostulegt tengist afsögn framkvæmdastjórnarinnar. Í fyrsta lagi að engin umræða var um afsögnina. Fjölmiðlar birtu fréttatilkynninguna en nenntu ekki að fylgja henni eftir. Enginn flokksmaður reyndi að klæða ákvörðunina í pólitískan búning. 

Í öðru lagi er kostulegt að flokkur sem búinn er að afskrifa sjálfan sig skuli efna til formannskosninga. Að kjósa formann Samfylkingarinnar í sumar er nýstárleg aðferð að velja skiptastjóra í þrotabúi. 


mbl.is Samfylkingin kýs nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar toppa of snemma, vinstriflokkar hrynja

Samfylking og Vinstri grænir mælast með 8 prósent fylgi hvor um sig. Þetta eru flokkarnir sem fengu yfir 50 prósent fylgi í kosningunum 2009. Píratar, samkvæmt sömu skoðanakönnun, eru með 38 prósent fylgi og fara minnkandi.

Könnunin sýnir stjórnarflokkana, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, mjakast upp á við miðað við síðustu kannanir.

Píratar toppa, líkt og flest mótmælaframboð, nokkrum mánuðum of snemma. 40 prósent fylgið verður súr brandari annað vor, þegar gengið verður til kosninga.


Bloggfærslur 11. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband