Vill deyja sem forstjóri Kjörís - í Lettlandi

Markaðsstjóri Kjörís og formaður Samtaka iðnaðarins flutti hjartnæma ræðu um útlenskan starfsmann ísgerðarinnar sem vildi fá að deyja með íslenskt ríkisfang.

Íslenskir atvinnurekendur kunna þau fræði að láta almenning niðurgreiða reksturinn. Núna vilja atvinnurekendur ódýrt erlent vinnuafl - annars er stefnan tekin á láglaunalönd, samanber meðfylgjandi frétt Mbl.is

Útlendingum stendur til boða að verða forstjóri Kjörís í Lettlandi, ef ódýra vinnuaflið er ekki flutt til Íslands og gert að ríkisborgurum.


mbl.is Iðnaður gæti farið úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþol gagnvart ég-á-það-ég-má-það

Umræðan um háar arðgreiðslur tryggingafélaganna til hluthafa er til vitnis um óþol almennings gagnvart 2007-hugsun um fjármagnseigendur séu herrar alheimsins.

Ríkið skaffar tryggingafélögum tekjustreymi með lögum um skyldutryggingar. Tryggingafélögin geta nýtt þetta tekjustreymi í hverskyns fjárfestingar, sem nú um stundir skila góðum arði.

Tekjustreymið kemur frá almenningi fyrst og fremst. Og almenningi er misboðið.

Stjórn Sjóvar gerir rétt í að leggja meira af arðinum til mögru áranna en greiða minna út til hluthafa. Enn betra væri að viðskiptavinir Sjóvá nytu góðærisins í formi lægri iðngjalda.


mbl.is Sjóvá lækkar arðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, óttinn og ESB-aðild

Misheppnaður hræðsluáróður Samfylkingar og ESB-sinna eftir hrun, um að Ísland yrði fast í efnahagslegri steinöld án evru og ESB-aðildar, er orðinn að útflutningsvöru.

Breska dagblaðið Telegraph birtir fréttaskýringu um hve illilega hræðsluáróðurinn misheppnaðist. Tilefnið er þjóðaratkvæði í Bretlandi í sumar um hvort landið verði áfram innan ESB eða hætti aðild.

ESB-sinnar í Bretlandi reyna ítrekað að beita hræðsluáróðri fyrir svartnættinu sem myndi taka við utan Evrópusambandsins.

Þegar hræðslan er helsta röksemdin fyrir ESB-aðild er umræðan meira í ætt við trúarbrögð en yfirvegaða ígrundun. Og ESB-aðild er hjátrú sem stenst hvorki rök né reynslu.


Bloggfærslur 10. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband