Ísland nýtir ekki ESB-reglur vegna flóttamanna

Ástæðan fyrir því að nær engir flóttamenn koma til Evrópu með flugvél er vegna reglna ESB um að flugfélög beri kostnað af endursendingu flóttamanna. Flóttamenn borga tvöfalt til þrefalt hærra gjald fyrir ferðalag á manndrápsfleytu yfir Miðjarðarhaf en það flugfar frá Afríku til Evrópu kostar.

Sænski prófessorinn Hans Rosling útskýrir þetta skilmerkilega á stuttu myndbandi.

Tilskipun ESB, EU directive 2001/51/EC, er ekki nýtt af íslenskum yfirvöldum til að stöðva flóttamannastrauminn til landsins. Reglugerðin er hluti af Schengen-samkomulaginu sem Ísland á aðild að.

Óskiljanlegt er hvers vegna íslensk yfirvöld nýta ekki þessa heimild til að stöðva flóttamannastrauminn með flugvélum til Íslands.

 


mbl.is Snúi hælisleitendum við á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki íslams í Danaveldi

Ríki íslams byggir verk sín á kennisetningum spámannsins Múhameðs og Kóransins. Í Danmörku var afhjúpaður múslímaklerkur sem kennir sömu útfærsluna á trúarboðskap spámannsins og Ríki íslams stundar.

Klerkurinn, Abu Bilal, vill ekki gangast opinberlega við öfgatrú. Danska sjónvarpsstöðin TV2 birti upptöku af boðskap klerksins þar sem hann í þröngum hópi útskýrir að framhjáhald eigi að refsa með grýtingu og að þeir skulu líflátnir sem snúa baki við múslímatrú.

Í orði kveðnu þykist Abu Bilal fylgja reglum dansk samfélags, sem hvorki refsar fyrir framhjáhald né trúarafstöðu, en í reynd boðar hann miðaldahugsun þar sem trúarsetningar eru æðri landslögum.


mbl.is Tóku átta Hollendinga af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar, Platón og sálfræði valdsins

Sálfræðingur er í vinnu að lægja öldurnar í þriggja manna þingflokki Pírata, þar sem einn er þegar hrokkinn fyrir borð. Sálfræðin var átakanleg í forvera Pírata, Borgarahreyfingunni, Birgitta er samnefnarinn, eins og lesa má um í bloggi Guðmundar Andra Skúlasonar:

Þrír þingmenn okkar sem fóru á þing í nafni þjóðarinnar hafa síðan ákveðið að beita fyrir sig öllum þeim vinnubrögðum sem ég, ásamt svo mörgum öðrum, hétum að standa gegn. Rætin skrif, skröksögur og undirlægjuháttur.

Helgi Hrafn pírati segir segir samskiptin innanbúðar minna á ofbeldissamband. Þingflokkur er vitanlega ekki eins og hver annar vinnustaður. Þingflokkar höndla með vald sem vex í hlutfalli við fylgi. Skoðanakannanir sýna þingflokk Pírata með 35 prósent fylgi.

Eðli valdsins er að það getur bæði byggt upp og tortímt. Til að vald verði uppbyggilegt þarf samræmi milli styrks og tilgangs. Píratar voru stofnaðir sem nördaflokkur þar sem hæfilegt fylgi er 5-7 prósent. Nördaflokkur kiknar undan 35 prósent fylgi.

Ein elsta heimild um valdið er forn-gríski heimspekingurinn Platón. Hann jafnaði sálinni við opinbert vald. Platón sagði sálina þriggja þátta: dómgreind, frekja og hégómi. Réttlát sál er sú sem lætur dómgreindina ráða yfir frekjunni og hégómanum.

Ráðlegging til pirata: náið ykkur í eintak af Ríki Platón og fattið valdið áður en þið tortímið ykkur sjálfum.

 

 

 


mbl.is Píratar leita til vinnustaðasálfræðings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband