Vinstrimenn stefna í tap vorið 2017

Vinstrimenn tala sig í stöðu hornkerlingar í stjórnmálum. Þeir sæta færis að hrinda frá sér kjósendum sem ekki samsama sig við 101-rétttrúnað í miðborg Reykjavíkur.

Nýjasta dæmið er búvörusamningurinn. Viðskiptablaðið vekur athygli á því að vinstrimenn sæta færis að lemja á bændum og tala um bændalaun eins og það sé ölmusa. Þegar listamannalaun eru til umræðu standa vinstrimenn grjótharðir á því að aðeins menningarfjandsamlegt fólk amist við þeim. Samkvæmt sömu rökum eru vinstrimenn landsbyggðarfjandsamlegir.

Í þingkosningunum vorið 2017 verður kosið um tvær útgáfur af pólitík í tveim afgerandi málaflokkum. Útgáfurnar eru vinstri og hægri. Málaflokkarnir eru efnahagsmál annars vegar og hins vegar félags- og menningarmál í breiðum skilningi.

Vinstrimenn eru í pólitísku talsambandi við um þriðjung kjósenda. Ólíklegt er að það breytist á þeim 15 mánuðum sem eru til kosninga.


Stéttastríð í Evrópu vegna innflytjenda

Straumur innflytjenda til Evrópu breytir pólitísku landslagi álfunnar. Flokkar sem leggjast gegn viðtöku innflytjenda stækka á kostnað valdaelítunnar og efnafólks.

Hagfræðingurinn David McWilliams segir stéttastríð háð í Evrópu, á milli þeirra sem græða á innflytjendum, sem eru fyrirtæki og efnafólk, og hinna sem tapa, fátækir og efnalitlir.

Ástæðan er sú að innflytjendur taka vinnu, húsnæði og félagslega aðstoð frá lágstéttum Evrópu.

 


mbl.is Rústa hluta frumskógarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri: evran er dauðadæmd

Í nýrri bók fyrrum seðlabankastjóra Englands, Marvyn King, segir að evran sé dauðadæmd sökum þess að hún geta aldrei þjónað 19 ólíkum hagkerfum.

Þau 19 hagkerfi sem nota evruna eiga aðeins þann möguleika að sameinast um eina ríkisfjármálastefnu, í raun miðstýrð Stór-Evrópa, en fyrir löngu er búið að útiloka það samrunaferli.

King segir að evru-svæðið mun hrekjast úr einni kreppunni í aðra við núverandi fyrirkomulag. Fyrr heldur en seinna munu ríki, einkum í Suður-Evrópu, átta sig á þeirri staðreynd að innan evru-samstarfsins er enginn möguleiki á efnahagslegri framþróun og segja skilið við gjaldmiðlasamstarfið.


mbl.is Áfall ef Bretar segðu skilið við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband