Katrín vill losna við Steingrím J. og hans lið

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mælist ítrekað vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Samt hreyfist fylgi flokksins ekki spönn frá rassi, er undir tíu prósent.

Katrín er komin á þá skoðun að gamla settið, Steingrímur J., Björn Valur, Svavarsdóttir og fleiri, séu dragbítar á flokkinn. Katrín segir á flokksráðsfundi:

Það er því nauðsynlegt að hver og einn í forystusveit flokksins, sem samanstendur að mestu af reynsluboltum, íhugi hvort hann sé rétta manneskjan til að framfylgja stefnunni.

Þetta eru nokkuð skýr skilaboð. Samkvæmt Katrínu eru viðbrögð næsta lítil - alveg í samræmi við fylgi flokksins.


Femínista-nasisti og öfgamenning RÚV

Í einni rapplínu Reykjavíkurdætra í sjónvarpsatriði hjá Gísla Marteini segir ,,ég er femínista-nasisti." Nokkur umræða er um atriðið sem sýnir konur í hlutverki gerenda í kynferðislegum yfirgangi. Þekktur femínisti segir á fésbók: ,,Þetta Reykjavíkurdætra/Ágústu mál er afhjúpun á því hvað stúlkur/konur fá mikið minna pláss til athafna en strákar/karlar."

Annar yfirlýstur femínisti vitar í rapplínur frá karli þar sem konum er lýst á niðrandi hátt og spyr hvers vegna ekki var gert veður út af því.

Báðir þessir femínistar réttlæta öfgar með því að benda á aðrar ekki síðri. Femínista-nasisma atriðið er þá svar við öfgum í karlamenningu sem fyrirlítur konur.

Jafnréttissinnar, þ.e. þeir sem vilja jafnrétti kynjanna byggt á gagnkvæmri virðingu, geta ekki annað en bent á að öfgar stuðla hvorki að málamiðlunum né jafnvægi. Eðli öfganna er að ala á hatri, andstyggð og skilningsleysi.

RÚV er sérstaklega næmt á öfgamenningu og lítur á það sem hlutverk sitt að útbreiða öfgaboðskap. Femínista-nasista atriðið er talandi dæmi um starfsháttu RÚV.

 

 


Kennedy um valdheimsku Bandaríkjanna

Robert F. Kennedy yngri, hvers faðir var myrtur af araba, skrifar grein um afskipti Bandaríkjanna af málefnum miðausturlanda. Greinin afhjúpar Bandaríkin sem höfuðskúrk í óöldinni í miðausturlöndum.

Vald til að stjórna atburðarás þar sem ríkisstjórnum er skipt út eftir þörfum og vald til að ráða yfir frásögninni af atburðarásinni stuðlar að valdheimsku sem ber feigðina í sér fyrir alla hlutaðeigandi. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna höfðu þetta vald eftir seinni heimsstyrjöld og beittu því skipulega i miðausturlöndum.

Kennedy lýsir afskiptum Bandaríkjanna af innanríkismálum í Sýrlandi, Íran og Írak áratugi aftur í tímann. Olíuhagsmunir bandarískra fyrirtækja eru í aðalhlutverki. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, studdi blóðugar stjórnarbyltingar ef sitjandi ríkisstjórn starfaði ekki samkvæmt bandarískri forskrift.

Assad Sýrlandsforseti varð skotmark Bandaríkjanna vegna þess að hann neitaði að samþykkja olíuleiðslu um Sýrland sem stjórnin í Washington vildi að yrði lögð. Bandaríkin veittu fé til uppreisnarhópa gegn Assad, m.a. hópum sem seinna urðu að Ríki íslam.

Grein Kennedy er í takt við breytta umræðu um afskipti Bandaríkjanna af miðausturlöndum. Æ betur kemur í ljós hve illa Bandaríkin standa að málefnum miðausturlanda og umræðan verður gagnrýnni enda skilja Bandaríkin eftir sig sviðna jörð, t.d í Írak.

Kennedy segir einboðið að arabar sjálfir ráði fram úr sínum málum, Bandaríkin eiga að standa á hliðarlínunni. Það þýddi að Bandaríkin létu af valdheimsku sem þeir hafa stundað í 65 ár í þessum heimshluta. Líkurnar eru ekki miklar að stórveldið sjái að sér í bráð. Því miður fyrir alla viðkomandi.

 


mbl.is Vopnahlé í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband