ASÍ elskar suma neytendur meira en aðra

Alþýðusamband Íslands í gegnum lífeyrissjóðina stendur fyrir stórfelldum hækkunum á útgjöldum fjölskyldna sem tryggja hjá VÍS - um leið arðgreiðslur eru stórhækkaðar. Á sama tíma er Alþýðusambandið á ferðalagi fyrir hönd neytenda að gagnrýna búvörusamninga.

ASÍ ætti að útskýra fyrir almenningi hvers vegna sumir neytendur fá skít úr hnefa frá verkalýðshreyfingunni á meðan aðrir neytendur eru notaðir til að berja á bændum.

Hverskonar þjóðfélag vill ASÍ annars að við búum í?


mbl.is Þingið hafni vondum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt um nýtt bankakerfi

Bankar eru með heimild frá ríkinu að búa til peninga, í formi útlána langt umfram innlán. Ríkið ber einnig ábyrgð á bankastarfsemi og grípur inn í þegar bankar fara í þrot, samanber hrunið 2008.

Tveir af þrír stóru viðskiptabönkunum, Íslandsbanki og Landsbanki, eru í ríkiseigu. Sá þriðji er í söluferli þar sem líklegasti kaupandinn er lífeyrissjóðir.

Kjöraðstæður eru til að bankagróðinn renni þangað sem hann á heima - til almennings. Allar forsendur eru til að skapa þjóðarsátt um nýtt bankakerfi. Við getum tekið okkur næstu tvö til fjögur árin að ræða fyrirkomulag sem yrði bæði sanngjarnt og skilvirkt. Á meðan fáum við í sameiginlegan sjóð tugi milljarða á ári í bankagróða. 


mbl.is Bankarnir með 107 milljarða hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband