Fréttamenn sem málaliðar Wow, ESB og spillingin

Fréttamenn sem þiggja boðsferðir eru komnir á framfæri þeirra sem eru viðfangsefni fjölmiðla. Þar með geta þeir ekki þjónað því hlutverki að vera fulltrúar almannahagsmuna gagnvart fyrirtækjum og stofnunum.

Fréttastofa RÚV reyndi að réttlæta ESB-boðsferðir fréttamanna sinna með þeim rökum að allir aðrir væru með í spillingunni.

Stöð 2 er alveg trúandi til þess að bregðast eins við umfjöllun Stundarinnar um boðsferð Wow og hver afraksturinn varð - auglýsingafréttir í þágu Wow.

Blaðamenn sem málaliðar eru ómerkilegri en almannatenglar með því að þeir vísvitandi blekkja almenning þegar þeir taka ekki fram: ,,þessi frétt var unnin í boði ESB/Wow..."


Bretar þurfa mútur til að vera í ESB

ESB varð að gefa stóran afslátt af kröfum sínum til aðildarríkja til að fá forsætisráðherra Breta að mæla áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Evran er ekki lengur gjaldmiðill ESB; sambandið viðurkennir fjölmyntafyrirkomulag. Ekki er lengur krafist samrunaþróunar og veittir frekari möguleikar á að bremsa löggjöf framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Samanburður á kröfum Cameron forsætisráherra og hvað hann fékk, t.d. í Telegraph og Politico, sýnir formlega undanþágu Breta frá samrunaferli ESB og að Bretar séu undanþegnir kostnaði við evru-samstarfið, s.s. björgun Grikklands.

Að einhverju marki er bæði samningurinn og ferlið þar að baki fjölmiðlasýning fyrir Cameron, segir þýska útgáfan Spiegel.

Allt ferlið að þessum samningi staðfestir að Bretar starfa í Evrópusambandinu með hangandi haus. Hvort samningurinn sé nóg til að Bretar ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að halda áfram eða ekki þá er hitt víst að Evrópusambandið stendur á mun veikari fótum en áður.

Með samkomulagi við Bretland er Evrópusambandið búið að veita afslátt frá meginreglum um evruna og yfirþjóðlegt vald ESB. Aðrar ESB-þjóðir munu líta til fordæmis Breta þegar Brusselvaldið verður þeim óþægilegt.


mbl.is Samkomulag Breta og ESB í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband