Helgi kann ekki hagfræði, réttur formaður Samfylkingar

Írskur hagfræðingur útskýrir reynslu Íra af evru s.l. tíu ár með þessum orðum:

Ef síðustu tíu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það að innan evru-samstarfsins er írska hagkerfið sérstaklega sveiflukennt. Við getum á fáum mánuðum farið úr þeirri stöðu að fá ríflegar skatttekjur yfir í engar. Stór afgangur í ríkisfjármálum getur horfið nánast á einni nóttu. (If the last 10 years have taught us anything, it is that within the euro, the Irish economy is extremely volatile. We can go from having buckets of tax revenue to having none in a matter of months. Huge budget surpluses can disappear almost overnight)

Helgi Hjörvar, frambjóðandi til formennsku í Samfylkingu, talar um krónuna okkar sem helsta efnahagsvanda Íslendinga. Allar hagstæðir á Íslandi segja okkur að krónan var verkfærið sem öllu skipti í viðsnúningi efnahagslífsins eftir hrun.

Krónan jafnar byrðum þegar illa gengur með því að lækka og almenningur fær að njóta góðæris með styrkingu krónunnar. Ef krónan væri einstaklingur yrði hún kjörin heiðursfélagi til lífstíðar í flokki jafnaðarmanna, sem stæði undir nafni.

En Helgi er sem sagt í framboði til formennsku í flokki sem er viðurkennt heimili ólæsra á efnahagsmál. Sigurlíkur Helga eru ágætar. 

 


mbl.is Ekki hægt að bíða eftir evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi gefst upp á evru og ESB-aðild

Þingflokksformaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar, býður sig fram til formennsku í flokknum undir þeim formerkjum að evra og ESB-aðild séu ekki lengur aðalmál Samfylkingar. Jafnframt boðar Helgi fráhvarf frá stefi Samfylkingar um ónýta Ísland. Gefum Helga orðið

Við höf­um verið að segja að allt sé ómögu­legt og verði ómögu­legt á meðan við höf­um ís­lensku krón­una. Það verði all­ir bara að bíða eft­ir evr­unni. En hún er ekk­ert að koma í ná­inni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við átt­um mögu­leika á hraðri inn­göngu í ESB, strax eft­ir hrun. Núna verður jafnaðarmanna­flokk­ur sem ætl­ar að hafa póli­tík fyr­ir ungt fólk, fólk með meðal­tekj­ur og lægri tekj­ur, að reyna að skapa bæri­leg vaxta­kjör og bæri­leg­an fjár­mála­markað.

ESB-uppgjöf Helga er gerð í von um endurreisn Samfylkingar sem fékk 12,9 prósent fylgi við síðustu kosningar og mælist undir tíu prósentum í könnunum.


mbl.is Helgi Hjörvar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta

Kosningaþátttaka í þingkosningum hér á landi er 80 prósent og þar yfir. Tilfallandi kosningar aðrar fá ekki sömu þátttöku. Af þessu tvennu má draga tvær ályktanir.

Í fyrsta lagi að alþingi er á hverjum tíma skipað þingmönnum sem afgerandi hluti þjóðarinnar tekur þátt í að kjósa. Í öðru lagi að þjóðin hafi litla nennu til að sinna sérvisku einsmálsfólks s.s. áhugamanna um nýja stjórnarskrá.

Ef það væri almennur pólitískur vilji til að breyta stjórnarskránni yrði sú umræða á dagskrá fyrir þingskosningar og skilaði sér í þingheimi sem þannig hugsaði. Tilfellið er að lítill hópur fólks á vinstri kanti stjórnmálanna vill nýja stjórnarskrá.

Meirihlutinn á ekki að sitja undir kúgunartilburðum minnihluta, jafnvel þótt hann sé hávær. Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta. Enda prýðisgagn.


mbl.is Þurfa 40% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband