Við erum kerfið, Katrín. Ert þú Kári?

Það er ekkert kerfi sem ákveður fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar, heldur 63 þingmenn á alþingi, sem fara með fjárveitingavaldið. Katrín Jakobsdóttir er einn af þingmönnum okkar og jafnframt formaður Vinstri grænna.

Á fjögurra ára fresti kjósum við þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og ákveða hvert fjármunir almennings skuli fara. Við kjósendur erum ábyrgir og Katrín er einnig ábyrg. En það er ekki ábyrgðarlaust kerfi sem tekur ákvörðun.

Katrínu kann að finnast að fjármunum ríkissjóðs skuli fremur varið í heilbrigðisþjónustu en eitthvað annað. En það fer Katrínu ekki vel, sem þingmanns til margra ára og formanns stjórnarmálaflokks, að tala um að ,,kerfið" hamli þessu eða hinu þjóðþrifamálinu. Það er káralegt að tala þannig og óábyrgt eftir því.


mbl.is Kerfið orðið viðskila við réttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk eru pólitík sem knýr atburðarás

Vesturlönd eru áhugasöm um framvindu Sýrlandsstríðsins vegna samstöðunnar um að tortíma Ríki íslams, sem stóð fyrir blóðbaðinu í París. Pútín Rússlandsforseti réttlætir fjárfestingu sína í stjórnarher Assads með þeim rökum að vesturlönd verði að læra að virða öryggishagsmuni Rússa í Úkraínu.

Kúrdar, sem hvorttveggja njóta stuðnings Bandaríkjanna og Rússa, berjast fyrir sjálfstæðu ríki og sú barátta ógnar fullveldi Tyrklands.

Vestrænir fjölmiðlar birta greinar álitsgjafa sem segja einu leiðina til að vesturlönd nái frumkvæðið af Rússum vera að Nató-ríkin sendi herlið til Sýrlands.

Til að almenningur á vesturlöndum fallist á að senda herlið til Sýrlands, að berjast við Ríki íslam, en ekki Rússa, vitanlega, þurfa að koma til ný hryðjuverk á vesturlöndum.

Ríki íslam hefur hag af því að fá stórveldin til að berjast innbyrðis í Sýrlandi. Ríki íslam notar sömu aðferð og serbneskir þjóðernissinnar gerðu í Sarajevo fyrir hundrað árum. Hryðjuverkið, þegar Frans Ferdínand og Soffía voru myrt í Sarajevo, hratt af stað atburðarás sem felldi þrjú keisaradæmi, veittu fjölmörgum þjóðum fullveldi, m.a. Íslandi, og gerðu Bandaríkin að alþjóðlegu stórveldi.

Þegar hagsmunir stríðshauka á vesturlöndum og piltanna í Ríki íslam fara saman ætti fólk að vera með vara á sér í fjölmenni.


mbl.is Árásirnar eru stríðsglæpir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grætt á daginn, grillað á kvöldin-stéttin örvæntingarfull

Borgunarmálið snýst um sjálftöku á opinberum eigum. Innherjar sölsa undir sig fjármuni sem almenningur á með réttu. Borgunarmálið eyðileggur alla möguleika ríkisstjórnarinnar að einkavæða opinberar eigur næstu misserin.

Það er pólitískt sjálfsmorð að bjóða almenningi upp á einkavæðingu þegar dæmin sýna svart á hvítu að einkavæðing er annað orð yfir þjófnað á almannaeigum.

Sjálftökuliðið, þetta fólk sem græðir á daginn og grillar á kvöldin, óttast að Borgunarmálið leiði til þess að ríkiseigur fáist ekki lengur á brunaútsölu.

Örvæntingarfullar tilraunir málsaðila í Borgunarmálinu að útskýra sig frá myrkraverkum snúast um allt annað en að skila þjóðinni fjármunum sem sjálftökuliðið hirti af henni. Samt ætti það að vera einfalt reikningsdæmi.


mbl.is Segja Steinþór fara með dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband