Brexit og Trump breyta íslenskum stjórnmálum

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, og sigur Trump í Bandaríkjunum breyta íslenskum stjórnmálum til frambúðar. Breskt nei við ESB kippti fótunum undan alþjóðavæðingunni hér heima; hún var öll undir þeim formerkjum að Ísland ætti að verða ESB-ríki.

Sigur Trump gengur endanlega frá pólitískri stefnu sem kennd er við fjölmenningu og gekk mest út á að hrakmæla þjóðmenningu og upphefja framandi menningu.

Bæði Brexit og Trump-sigurinn voru andóf gegn sérfræðistétt sem taldi sig vita betur en almenningur hvernig ætti að skipa málum innanlands sem utan. Það sést á viðbrögðum íslenskra stjórnmálamanna, sem sumir gráta á meðan aðrir eru ,,harmi slegnir", að þeir skynja veðrabrigði í stjórnmálum.


mbl.is Efast um að Trump verði hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðahyggja og fjölmenning dóu í nótt

New York Times, sem studdi Clinton, segir að sigur Trump sé

afgerandi valdastöðutaka bandalags verksmiðjufólks og verkamanna sem finnst Bandaríkin snúa baki við sér síðustu áratugi fyrir alþjóðahyggju og fjölmenningu.
(
decisive demonstration of power by a largely overlooked coalition of mostly blue-collar white and working-class voters who felt that the promise of the United States had slipped their grasp amid decades of globalization and multiculturalism.)

Trump er ekki af sama sauðahúsi og bandalagið sem bar hann til valda. En hann þarf að sýna fram á að kosningasigurinn var til einhvers. 

Bandalagið sem tapaði kosningunum, fólk trútt alþjóðahyggju og fjölmenningu, mun hopa víðar en í Bandaríkjunum.


mbl.is Hverju breytir sigurinn á alþjóðavísu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump-sigur gegn valdastéttinni

Sigri Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, eins og flest bendir til, yrði það ósigur valdastéttarinnar.

Trump talar fyrir málstað láglaunafólks og Stór-Bandaríkjanna er standi fyrir hagsmunum Hversdags-Nonna en ekki stórfyrirtækja.

Hillary Clinton er innherji valdastéttarinnar sem ræður ferðinni í Washington. Málamiðlun ráðandi afla og minnihlutahópa af mörgum gerðum er rauði þráðurinn í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi.

Sigur Trump veit á uppstokkun bandarískra stjórnmála þar sem nýtt afl er komið til sögunnar.


mbl.is Trump verður væntanlega forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband