Pólitískt hrun vinstrimanna

Vinstri grænir ætla ekki að fylla upp í pólitískt tómarúm sem Samfylkingin skildi eftir sig. Þrátt fyrir sterka útkomu Vinstri grænna í kosningunum er flokkurinn dauður úr öllum æðum eftir kosningarnar.

Vinstri grænir segja pass þegar kemur að landsstjórninni. Þeir bjóða ekki upp á neinar hugmyndir um hvert skuli stefna með stjórn landsins.

Í trúverðugleika eru Vinstri grænir komnir í flokk með Pírötum, sem gera hávaða en neita að axla ábyrgð.


mbl.is Gæti dregið til tíðinda á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapar Viðskiptaráð velferð?

Viðskiptaráð óskar sér ríkisstjórnar í þágu atvinnulífsins. Rökin eru:

Með því að styðja við þá sem skapa ný verðmæti skap­ast svig­rúm til að fjár­magna öfl­ugt vel­ferðar­kerfi á sama tíma og lífs­kjör batna.

Tvær athugasemdir má gera við rökfærsluna. Í fyrsta lagi er hagnaður eigenda fyrsta boðorð fyrirtækja - en ekki að fjármagna velferðarkerfið. Í öðru lagi kýs Viðskiptaráð að gleyma síðustu ríkisstjórn atvinnulífsins, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 til 2008. 

Skiljanlega vill Viðskiptaráð ekki muna hrunstjórnina, sem fékk þá umsögn að framkvæma nánast allt sem Viðskiptaráð bað um. Til þess eru vítin að varast.


mbl.is Höfðu í heild jákvæð áhrif á efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin: tveir slæmir kostir

Hvorki Hillary Clinton né Donald Trump eru góðir kostir í embætti forseta Bandaríkjanna. Báðir frambjóðendur voru afhjúpaðir sem raðlygarar í kosningabaráttunni og eru hvor á sína vísu stríðsæsingamenn.

Clinton er innherji misheppnaðrar hernaðarstefnu Bandaríkjanna í mið-austurlöndum og Úkraínu og Trump talar eins og kúreki með kjarnorkuvopn.

Clinton er fulltrúi valdastéttarinnar og mun ekki hrófla við efnahagslegu og félagslegu misrétti. Trump er talsmaður þeirra reiðu og afskiptu sem telja sig hlunnfarna.

Kosningabaráttan sýndi Bandaríkin veik og óörugg. Umræða um að Pútín Rússlandsforseti hefði afskipti af kosningunum gaf til kynna að ráðandi öfl í stærsta hernaðar- og efnahagsveldi heimsins væru að fara á taugum. Vanmáttur og geðshræring á æðstu stöðum í Washington veit ekki á gott.

 


mbl.is „Valið gæti ekki verið skýrara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband