Yfirvegun í stað ærsla - nema í Viðreisn

Fljótlega eftir kosninga ákvað forysta flestra stjórnmálaflokka á alþingi að taka yfirvegaða afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna. Nema forysta Viðreisnar, sem ætlaði hvorttveggja að mynda ríkisstjórn í beinni útsendingu og kenna nýkjörnu alþingi að haga sér.

Góðu heilli létu ráðsettir flokkar ekki nýgræðinginn slá sig út af laginu.

Stjórnarmyndun krefst vandaðra vinnubragða og ber ekki rasa þar um ráð fram.


mbl.is Getur ekki skellt í lás fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir formenn í Framsóknarflokknum

Í Framsóknarflokknum eru tveir formenn, núverandi og fyrrverandi. Núverandi formaður ber ábyrgð á 10,5 prósent fylgi flokksins en sá fyrrverandi skilaði 25 prósent fylgi árið 2013.

Það liggur í hlutarins eðli að flokkur með tvo formenn innanborðs, sem hvor á sína stuðningsmenn og sitt bakland, er ekki vel starfhæfur sem ein heild. Þeir sem skipulögðu aðförina að fráfarandi formanni starfa á bakvið tjöldin að sannfæra flokksmenn að farsælast sé að fylkja sér að baki sitjandi formanni.

En það er ekki sannfærandi að hógvær staðarhaldari geri betur en aðsópsmikill húsbóndi rétt eftir að þingflokkurinn missti 11 af 19 þingmönnum.

Formannsskipti Framsóknarflokksins kortéri fyrir kosningar er ein undarlegasta flokkspólitíska aðgerð seinni ára. Henni verður helst líkt við óvænt formannsframboð þingmanns Samfylkingar gegn þáverandi formanni, Árna Páli Árnasyni, sem gerði sitt til að eyðileggja trúverðugleika Samfylkingar.

Eftir formannsskiptin féll Framsóknarflokkurinn í gamalkunnugt far. Flokkurinn er með um 20 prósent fylgi á landsbyggðinni en 5 til 7 prósent í Reykjavík og SV-kjördæmi. Framsóknarflokkurinn verður ekki gerandi í stjórnmálum undir þessu kringumstæðum.

Stjórnmálakerfið er ölduróti þessi misserin. Sjö flokkar eru á alþingi. Stjórnmálaflokkur sem hjakkar í sama farinu verður skilinn eftir.

 


mbl.is Krefjast sætis fyrir Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband