Skelfing fylgir kosningasigrum krata

Kratar eru 15 prósent þjóðarinnar, eins og línuritið með fréttinni sýnir. Þegar kratar, þ.e. Alþýðuflokkur eða Samfylking, vinna kosningasigra og fara upp fyrir 15 prósent fylgja í kjölfarið skelfingar fyrir land og þjóð. Sagan geymir glögg dæmi þessa.

Árið 1978 vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í kosningum, fékk 22 prósent fylgi. Kratar og Alþýðubandalag, sem einnig vann sigur, mynduðu ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Sjórnin lifði í eitt ár og var undanfari verðbólgubálsins á áttunda áratugnum.

2007 fékk Samfylking tæp 27 prósent fylgi og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hrunið árið eftir segir allt sem segja þarf um kratahörmungarnar.

Árið 2009 var Samfylkingin sigurvegari kosninganna. Meðsigurvegari var arftaki Alþýðubandalagsins, Vinstri grænir, og fyrsta hreina vinstristjórnin leit dagsins ljós. Skelfingin í kjölfarið voru Icesave-samningar, sem nærri gerðu þjóðina gjaldþrota, og ESB-umsóknin 16. júlí 2009 sem klauf þjóðina í tvennt.

Landið tók að rísa þegar Samfylking féll niður í 12,9 prósent fylgi í kosningunum 2013. Eftir kosningarnar síðustu helgi, þegar Samfylkingin minnkaði niður í 5,7 prósent, bíður þjóðarinnar blóm í haga - eins lengi og kratar haldast innan 15 prósent markanna.


mbl.is Kratar í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmátturinn og krónan þurfa ríkisstjórn XD og XV

Tveir hagfræðingar gerðu úttekt á kaupmættinum annars vegar og hins vegar stöðu krónunnar. Már Wolfgang Mixa segir kaupmátt Íslendinga á sömu slóðum og 2007, rétt áður en hrunið skall á. Ólafur Margeirsson greinir þann veikleika, er krónan býr við, sem er að stofnanir ríkisvaldsins eru ekki nógu burðugar.

Til að viðhalda kaupmættinum, treysta undirstöður og skapa sátt um æðstu stofnanir samfélagsins þarf að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar breiddina í pólitíska litrófinu.

Eftir kosningarnar fyrir rúmri viku er einboðið að leiðandi öfl í slíkri ríkisstjórn hljóta að vera Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Flokkarnir eru hvor á sínum væng stjórnmálanna og ættu með málamiðlunum að finna samstarfsgrunn með þriðja flokki, er gæti verið Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn. Sáttastjórn í þágu velferðar og stöðugleika er besta framlag nýkjörins alþingis.


Bloggfærslur 6. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband