Björt framtíð fyrsta fórnarlamb Benedikts

Viðreisn er innherjaflokkur Íslands. Þar á bekk situr hópur vellaunaðra og enn betur tengdra; fyrrverandi ráðherrar, ráðherrabörn, talsmenn Samtaka atvinnulífsins og loks innherjinn sjálfur í Nýherja - Benedikt formaður.

Metnaður Benedikts er óseðjandi, það sýndi hann strax eftir kosningar.

Benedikt er ekki heimskur maður, hann er meira grunaður um græsku. Björt framtíð er fyrsta fórnarlamb hans enda þingflokkurinn þar blautur á bakvið eyrun. Stöðutaka Benedikts á vinstri vængnum er gerð í þeim eina tilgangi að herja þaðan með kröfur á Sjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Vilja Benedikt sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit og dauðastríð ESB

Evrópusambandið getur ekki starfað áfram að óbreyttu. Annað tveggja verður sambandið að auka miðstýringuna og setja saman Stór-Evrópu eða breytast í samstarf fullvalda ríkja. Úrsögn Bretlands, Brexit, voru vatnaskil fyrir ESB.

Eftir úrsögn og samninga við Breta um hvernig framtíðarsamskiptum við ESB skyldi háttað stóðu vonir til þess að Evrópusambandið gæti unnið í sínum málum og lagt nýjan grunn að tilveru sinni. Tafir á úrsögn Breta setja framtíð ESB í enn meira uppnám.

Dómsúrskurður í Bretlandi um að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað úrsagnarákvæði Lissabonsáttmálans nema með aðkomu þingsins gera ekki annað en að tefja framgang Brexit. Óhugsandi er að úrskurðurinn komi í veg fyrir að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar verði ekki fylgt eftir. Það þýddi einfaldlega endalok lýðræðis í Bretlandi.

En skiljanlega fagna ESB-sinnar á Íslandi úrskurðinum. Lýðræði er ekki besti vinur ESB-sinna, samanber útreiðina sem þeir fengu í kosningunum á laugardag.


mbl.is Er Brexit búið að vera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband