Gröf Nató er í Aleppo

Árás hervéla Nató-ríkja á sýrlenska stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Rússa, í september var til að hindra gildistöku samkomulags milli utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands frá 9. september.

Samkomulagið gerði ráð fyrir samstöðu Nató-herja, undir forystu Bandaríkjanna, og Rússa við að knésetja herskáa múslíma í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Samkomulagið var óvinsælt í Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem krefst nýrrar ríkisstjórnar í stað Assad forseta.

Aleppo er núna, tveim mánuðum síðar, við það að falla Assad og Rússum í skaut. Bandaríkin og Nató eru áhorfendur að endataflinu í Sýrlandi þar sem Rússar standa með pálmann í höndunum. Assad forseti gefur lítið fyrir eftiráskýringar Bandaríkjamanna um að árásin í september hafi verið mistök.

Sýrlandsleiðangur Nató og Bandaríkjanna er farinn út um þúfur. Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er með horn í síðu Nató og sneypuför í Sýrland kaupir hernaðarbandalaginu ekki vinsældir.

Nató er að stofni til hernaðarbandalag Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna frá dögum kalda stríðsins. Útþensla Nató í Austur-Evrópu og verktaka Nató-ríkja fyrir Bandaríkin í miðausturlöndum gerir bandalagið líkara málaliðaher frá miðöldum en vettvangi fyrir öryggi og samvinnu Vestur-Evrópu.

Aleppo var blóðvöllur vestræns málaliðahers árið 1119, á tímum krossferðanna, þegar um 4000 manna her þeirra var eytt. Sagan endurtekur sig.


mbl.is Mistök ollu mannskæðri loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara

Tjáningarfrelsið er undirstaða sem mörg önnur réttindi hvíla á, þar með talinn rétturinn til að vera öðruvísi í siðum og háttum. Ríkissaksóknari gerir skipulagðar atlögur að tjáningarfrelsinu með ákærum á hendur Pétri Gunnlaugssyni og Jóni Val Jenssyni.

Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara gefur viðurkenndum borgaralegum réttindum langt nef og skapar réttaróvissu. Gildisdómar eru viðurkenndir undir gildandi rétti og skulu refsilausir. Hinsegin réttlæti er tilraun til að útiloka sjónarmið sem eru í bága við pólitískan rétttrúnað á hverjum tíma. Nái tilraunin fram að ganga er tekinn af okkur réttur sem við höfum núna; að fella gildisdóma um menn og málefni.

Hinseginárátta ríkissaksóknara lyktar af misbeitingu opinbers valds. 


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir öxull nýrrar stjórnar

Sigurvegarar kosninganna voru Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Flokkarnir tveir eru þeir stærstu á alþingi og hvor á sínum væng stjórnmálanna.

Táknmál stjórnmálanna ber ekki að vanmeta. Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í hádegisfréttum að nálgun hans að viðræðunum væri að kanna hvort samstaða næðist á milli áður en þriðja flokki yrði boðin aðild.

Formaður Sjálfstæðisflokksins fer nærri að bjóða Vinstri grænum sjálfdæmi um aðild þriðja flokksins að mögulegri ríkisstjórn. Sem bæði lýsir veglyndi og verulegum samstarfsvilja. Vonandi veit það á gott. 


mbl.is Bjarni og Katrín funda í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir velja: hægristjórn eða þjóðstjórn

Það er í höndum Vinstri grænna að velja á milli þess að hér verði hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar annars vegar eða hins vegar þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þarf þriðja hjólið undir vagninn, sem annað tveggja væri síamstvíburinn Viðreisn-Björt framtíð eða Framsóknarflokkurinn.

Skorti Vinstri græna pólitískt þrek að verða ríkisstjórnarflokkur gæti Framsóknarflokkurinn orðið hluti af mið-hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar-Bjartrar framtíðar. Framsóknarflokkurinn yrði jafnvel á varamannabekknum til að byrja með og kæmi inn á í seinni hálfleik.


mbl.is Mjakast örlítið í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband