Guðlast, gildisdómar og tvískinnungur

Til skamms tíma var í gildi lagaákvæði sem gerði guðlast refsivert. Sú fyrnska var aflögð fyrir hálfu öðru ári. Nú er hverjum frjálst að tjá sig um trúmál og teljast það gildisdómar, sem ekki eru refsiverðir.

Sigríður Á. Andersen þingmaður benti á að tvískinnungs gætti hjá alþingi þegar lög um guðlast voru afnumin. Greinin sem Sigríður vísaði til um tvöfeldnina er einmitt 233. grein hegningarlaganna, sem Pétur er ákærður að hafa brotið.

Lögreglan ætti að hafa önnur forgangsmál en að ræna borgarana frelsi að tjá sig í ræðu og riti.


mbl.is Pétur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar útiloka sjálfa sig frá ríkisstjórn

Píratar kynntu sig sem byltingarafl. Uppstokkun stjóraskipunar með nýrri stjórnarskrá var meginstef þeirra í kosningabaráttunni. Innan við 15 prósent þjóðarinnar veitti Pírötum stuðning.

Byltingu verður ekki hrint í framkvæmd með 15 prósent fylgi almennings. Meira þarf til

Valkostir Pírata eru tveir. Í fyrsta lagi að færa sig nær ríkjandi viðhorfum, sem er hægfara breytingar en ekki bylting. Í öðru lagi að halda í byltingarhugsjónina og afla henni meira fylgis.

 


mbl.is Segja Pírata ekki hafa staðið í veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta hótar að slíta viðræðum

Birgitta Jónsdóttir hótar að slíta smáflokkaviðræðum um ríkisstjórn. Hótun Birgittu er birt á RÚV, sem er ábekingur smáflokkastjórnarinnar allt frá Lækjarbrekkufundum fyrir kosningar.

Birgitta vandist því kjörtímabilið 2009-2013 að hóta Jóhönnustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem í reynd var minnihlutastjórn. Út á það fékk Birgitta opinn ferða- og risnureikning hjá stjórnarráðinu auk annarra fríðinda.

Ekki er ljóst á hverju steytti í smáflokkaviðræðunum en að Birgitta hóti opinberlega viðræðuslitum sýnir hverju má búast við fari svo að ríkisstjórn smælingjanna fimm komist á koppinn.


mbl.is Segir fundinn í dag úrslitafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin býr til kreppu - réttlætir kerfisbreytingar

Smáflokkarnir fimm búa til kreppuástand í því skyni að réttlæta kerfisbreytingar, sem alls ekki voru á dagskrá í umræðunni fyrir kosningar.

Orð Benedikts Jóhannessonar um að ,,þrönga" stöðu ríkisfjármál eru undirbúningur fyrir stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna ótilgreindar ,,kerfisbreytingar" sem Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna boðaði í gær - en talaði ekki um í kosningabaráttunni.

Smáflokkastjórnin mun leiða Ísland inn í kreppu. En sú kreppa byrjar í stjórnarráðinu eftir valdatöku vinstrimanna og Viðreisnar.


mbl.is Staðan tugum milljarða þrengri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópstjórnmál vinstriflokkanna og sundurlyndisfjandinn

Vinstrimenn og Viðreisn stofna hópa til að finna samnefnara fimm flokka sem börðust um hylli kjósenda fyrir þrem vikum. Eini samnefnari flokkanna er að andúð þeirra á aðkomu stærsta stjórnmálafls þjóðarinnar að landsstjórninni.

Saga vinstriflokka er saga sundrungar. Kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum 1930, sósíalistar 1938; rúmum 20 áður síðar varð til Alþýðubandalag, síðar stofnuðu frjálslyndir og vinstrimenn flokk, þá Þjóðvaki með Jóhönnu Sig. Við aldamót verða til Samfylking og Vinstri grænir og á síðustu tveim kjörtímabilum Píratar og Björt framtíð.

Ef hópstjórnmál vinstriflokkanna og Viðreisnar leiða til ríkisstjórnar taka við hópslagsmál um völd og áhrif í stjórnarráðinu. Við þekkjum það frá síðustu tilraun þeirra til að stjórna landinu. Vinstri grænir klofnuðu, Steingrímur J. hrifsaði ráðherrastól Jóns Bjarnasonar og Ögmundur Jónasson sagði af sér vegna deilna við Jóhönnu Sig. En þá voru flokkarnir aðeins tveir.

 


mbl.is Þurfa að taka á stóru málunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband