Þjóðin kaus ekki kerfisbreytingar - stríð gegn almenningi

Þjóðin kaus ekki kerfisbreytingar í síðustu kosningum. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkur, boðaði ekki kerfisbreytingar. Framsóknarflokkurinn ekki heldur og Viðreisn sagði fátt um kerfisbreytingar.

En smáflokkarnir til vinstri, sem töluðu svo þvers og kruss um hvað þeir stæðu fyrir, að þeim tókst hvorki að bjóða fram sameiginlegan lista né sameiginlega málefnaskrá, rotta sig núna saman á næturfundum til að undirbúa uppstokkun á samfélaginu - án þess að hafa til þess nokkuð umboð.

Viðreisn leggur vinstrabandalaginu lið og stuðlar að kerfisbreytingum sem unnið er að í skjóli nætur. Nú verður að safna liði, líkt og kjörtímabilið 2009-2013, og koma í veg fyrir umboðslausar kerfisbreytingar vinstri smáflokkanna.


mbl.is Ætti ekki að koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið ofbeldi þolir Viðreisn?

Vinstri grænir vita af reynslu vinstristjórnar Jóhönnu Sig. að til að metta alla þá svöngu munna sem þeir hafa lofað saðningu frá hinu opinbera verður að snarhækka skatta.

Þingmaður Viðreisnar sagði eftir kosningar að allir skattar, ekki skatthækkanir heldur allir skattar, væru ofbeldi.

Viðreisn er komin í skattalegt ofbeldissamband við vinstriflokkana og sér ekki fyrir endann á harmleiknum. 


mbl.is VG vill stórfelldar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn með flugvélum - séríslenskt vandamál

Í ESB-ríkjum er í gildi reglugerð 2001/51/EC sem gerir flugfélög fjárhagslega ábyrg fyrir flóttamönnum sem fá ekki stöðu hælisleitenda. Flugfélög neita þess vegna að flytja farþega frá miðausturlöndum og Afríku sem ekki eru með vegabréfsáritun.

Flugfar frá Afríku og miðausturlöndum kostar 300 til 400 evrur. Þýska útgáfan FAZ segir flóttamenn borga 7000 evrur og meira fyrir að komast í manndrápsfleytur yfir Miðjarðarhaf. Þótt krafist sé að reglugerð Evrópusambandsins, um fjárhagslega ábyrgð flugfélaga á flóttamönnum sé afnumin, eru engar líkur á því að það verði gert.

Evrópusambandið hefur ekki minnsta áhuga á að gera þetta séríslenska vandamál, flóttamenn með flugvélum, að sínu.


mbl.is Hópur hælisleitenda til landsins í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband